Fara í efni

Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2013-2022

95. fundur 05. febrúar 2019 kl. 15:00 - 17:15 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Guðjón Jónasson
  • Daníel Ottesen
  • Ása Hólmarsdóttir
  • Ragna Ívarsdóttir
  • Helgi Magnússon
Fundargerð ritaði: Ása Hólmarsdóttir
Dagskrá

1.Aðalskipulag-endurskoðun-2020-2032

1901286

Hafdís Hafliðadóttir frá Skipulagsstofnun kemur á fundinn og fjallar um endurskoðun aðalskipulags.
Hafdís Hafliðadóttir frá Skipulagsstofnun boðaði forföll vegna slæmrar veðurspár.
Stefnt er að fundi með Hafdísi þriðjudaginn 12. febrúar n.k kl. 16:00.

USN nefnd ræddi helstu áherslur fyrir komandi vinnu við Aðalskipulagsgerð.

Fyrirhugaður er fundur með nokkrum aðilum sem mögulega gætu komið að vinnu við gerð Aðalskipulags fyrir Hvalfjarðarsveit.

2.Brennimelslína 1. breyting á aðalskipulagi.

1202023

Óveruleg breyting aðalskipulags vegna lagningar jarðstrengs á Akraneslínu 2.
Afgreiðslu frestað þar til svar frá Skipulagsstofnun hefur borist.

3.Stóra Botnsland L133508 - Frístundahús

1901175

Kristján Zimsen, kt. 250172-3039 sækir um byggingarleyfi í umboði landeiganda. Sótt er um leyfi til að byggja frístundahús í Stóra Botni L133508. Frístundarhúsið verður 96 fm að grunnfleti með svefnlofti og hæðsti punktur 5 metrar.
Nefndin felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna samkv. 43.gr nr. 123/2010 skipulagslaga byggingarleyfið fyrir aðliggjandi lóðarhöfum.

4.Umhverfisstefna Hvalfjarðarsveitar

1702030

Endurskoðun og eftirfylgni.
Nefndin hefur farið yfir umhverfisstefnu Hvalfjarðarsveitar leggur til við sveitarstjórn að setja þau markmið sem eru í stefnunni inn í endurskoðun á aðalskipulagi sveitarfélagsins.
Í umhvefisstefnunni eru margir þættir sem hefur verið unnið að og eru í vinnslu, enda er um góða stefnumörkun að ræða sem nýtist vel í vinnslu á enduskoðun aðalskipulags.
Þar með yrði umhverfisstefnu Hvalfjarðarsveitar gerð góð skil og yrði hluti af aðalskipulagstillögunni og þeirri stefnumörkun lokið.

5.Erindi frá Umhverfisvaktinnni við Hvalfjörð vegna hagagöngu hrossa.

1803037

Samningur við Hrossaræktarsamband Vesturlands.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að endurnýja ekki samning við Hrossaræktunarsamband Vesturlands varðandi hagagögnu í landi Stóru Fellsaxlar.
Svæðið er skilgreint þynningarsvæði flúors og brennisteins norðvestan við iðjuverin á Grundatanga og einnig inn á aðalskipulagi sveitarfélagsins.„
Úr Aðalskipulagi:
Fram kemur að innan þynningarsvæðis megi gera ráð fyrir að mengunarefni í gróðri fari upp fyrir umhverfismörk og geti jafnvel verið skaðleg gróðri og dýrum. Almennt miði Hollustuvernd ríkisins við að ekki skuli stundaður hefðbundinn landbúnaður, heynytjar eða beit innan þynningarsvæðis stóriðju“.

6.Sorphirðusamningur

1604001

Tillaga um fjölgun sorphirðudaga á flokkuðu sorpi.
USN nefnd felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að kanna hvaða kostir eru í stöðunni í samræmi við umræður á fundinum.

7.Útboð vegna rotþróa í Hvalfjarðarsveit.

1312001

Samningur við Hreinsitækni ehf
Verksamningur við Hreinsitækni ehf gildir til ársloka 2019.

Nefndin leggur til að hafin verður undirbúningsvinna á nýjum útboðsgögnum til að bjóðja út á vormánuðum um reglubundna tæmingu á rotþróm í Hvalfjarðarsveit.

Umhverfis- og skipulagsfulltrúa falið að hefja vinnu við gerð útboðsgagna.

8.Skotsvæði Skotfélags Akraness innan sveitarfélagsmarka Hvalfjarðarsveitar

1406009

Niðurstöður hljóðmælinga skotsvæðisins.
Niðurstöður frá Trivium ráðgjöf um hljóðmælingar á fjórum stöðum í grennd við æfingasvæðið. Hljóðmælingar fóru fram þann 23.janúar 2019 með Norsonic 140 hljóðmæli við góð veðurskilyrði. Þær mælingar sem gerðar voru á ytri svæðum frá skotsvæði, sjá meðfylgjandi uppdrátt,liggja innan hámarksviðmiðunargilda fyrir bæði íbúðarbyggð og útivistarsvæði
Á reiðveginum eru hávaðatopparnir 25 - 35 dB(A) yfir viðmiðunarmörkum og því þyrfti
sérstaklega að skoða hvernig nýtingu á honum fyrir reiðmennsku og aðra slíka skilgreinda útivist er háttað með hliðsjón af æfingum skotfélagsins þar sem skyndilegir háværir hvellir geta fælt hesta.

USN nefnd beinir því til landeiganda að deiliskipuleggja þurfi svæðið eigi viðkomandi starfsemi að vera staðsett þarna áfram.

9.Skólastígur 3 - Atvinnuhúsnæði -byggingarleyfi

1901287

Sótt er um byggingarleyfi fyrir breytingar námskeiðs- og kennsluhúsnæðis á viðskipta og þjónustulóð Skólastígar 3, eins og meðfylgjandi uppdrættir sýna.
Einnig er sótt um leyfi til að reka gististarfsemi í húsinu, gistiskáli ( hostel). Gert er ráð fyrir allt að 31 gestum.
Nefndin hafnar umsókn um leyfi til að reka gististarfsemi í húsinu, (hostel) þar sem gert er ráð fyrir 31 gestum á grundvelli afsals 467/2013 og meðfylgjandi yfirlýsingar á fylgiskjali nr. 7 dags, 28.mars 2013. Einnig er tekið fram í greinagerð deiliskipulagsins dags, 23.júlí 2013 : „ Fyrirliggjandi aðalskipulag gerir ráð fyrir að á lóðinni verðu starfræktar þjónustustofnanir“.

10.Aðalsk. Skógarhverfis og deiliskipulag Skógarhverfis

1901278

Aðalskipulagsbreytingin nær til austur-og norðurhluta íbúðarsvæðis Íb 13 og aðliggjandi svæða, skógræktar-, íþrótta- og útvistarsvæða.
Skipulagssvæði deiliskipulags er annars vegar norður af 2. áfanga sem nú er í byggingu austast í hverfinu (3.áfangi, Lækjahverfi) og hins vegar á milli Asparskóga og Þjóðbrautar (4.áfangi).
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að veita jákvæða umsögn við Aðalskipulag Akranes,
br. aðalskipulags og deiliskipulag skógarhverfis.

Fundi slitið - kl. 17:15.

Efni síðunnar