Fara í efni

Verklag um hreinsunarátak í Hvalfjarðarsveit

Þéttbýli:

Upphaf hreinsunarátaks er um mánaðarmót maí/júní ár hvert.
Gámar vegna hreinsunarátaks eru staðsettir í Melahverfi, Hlíðarbæ og Krosslandi.

  •  Eftirfarandi gámar eru í boði:
  • Gámur fyrir timbur
  • Gámur fyrir járn og dekk
  • Gámur fyrir gróðurúrgang
  • Gámur fyrir almennan (óflokkaðan) úrgang
  •  Kör fyrir rafgeyma og spilliefni

Leiðbeiningar frá þjónustuaðila má sjá á heimasíðu Hvalfjarðarsveitar (sjá hér)
Gámar verða í boði í 2 vikur samfellt. 
Moltugámar eru staðsettir í Melahverfi og Hlíðarbæ. Íbúar skulu ganga snyrtilega um gámasvæðið og setja úrgang í rétta  gáma.  Röng flokkun í gáma veldur viðbótarkostnaði.
Íbúar eru hvattir til að taka þátt og nýta sér þjónustu sveitarfélagsins.

 Dreifbýli:

Tímabil hreinsunarátaks er frá 1. júní til 31. ágúst ár hvert.
Íbúar í dreifbýli geta pantað samtals 2 gáma í 2 sólarhringa á skrifstofu sveitarfélagsins.

  •     Eftirfarandi gámar eru í boði:
  •    Gámur fyrir timbur
  •    Gámur fyrir járn og dekk
  •    Gámur fyrir gróðurúrgang
  •    Gámur fyrir almennan (óflokkaðan) úrgang
    Sveitarfélagið greiðir fyrir flutning og leigu fyrir gámana, en umsækjandi greiðir fyrir losun og förgun, sbr. gjaldskrá þjónustufyrirtækisins (sjá hér).
    Ef óskað er eftir að gámarnir standi lengur en reglur sveitarfélagsins gera  ráð fyrir er það á kostnað umsækjanda.
    Íbúar skulu ganga snyrtilega um og setja úrgang í rétta gáma.  Röng flokkun í gáma veldur viðbótarkostnaði sem fellur á umsækjanda.
    Íbúar eru hvattir til að taka þátt og nýta sér þjónustu sveitarfélagsins.

 Frístundabyggðir:

Tímabil hreinsunarátaks er frá 1. júní til  31. ágúst ár hvert. Gámarnir eru í boði 11 daga samfleytt innan tímabilsins og tímasetninguna þarf að ákvarða í samráði við fulltrúa sveitafélagsins.
Forsvarsmenn frístundahverfa, sem falla undir reglur sveitarfélagsins um gámavelli, geta pantað gáma á skrifstofu sveitarfélagsins.

  • Eftirfarandi gámar eru í boði:
  •    Gámur fyrir timbur
  •    Gámur fyrir járn
  •    Gámur fyrir gróðurúrgang

Sveitarfélagið greiðir fyrir flutning og leigu fyrir gámana, en umsækjandi greiðir fyrir losun og förgun, sbr. gjaldskrá þjónustufyrirtækisins.
Ef óskað er eftir að gámarnir standi  lengur en reglur sveitarfélagsins gera ráð fyrir er það á kostnað  viðkomandi sumarhúsafélags.
Notendur skulu ganga snyrtilega um og setja úrgang í rétta gáma.  Röng flokkun í gáma veldur viðbótarkostnaði sem fellur á viðkomandi sumarhúsafélag.
 Frístundahúsaeigendur eru hvattir til að taka þátt og nýta sér þjónustu sveitarfélagsins.