Fara í efni

Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd

7. fundur 19. október 2022 kl. 15:30 - 18:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Sæmundur Víglundsson formaður
  • Ása Hólmarsdóttir varaformaður
  • Helga Harðardóttir ritari
  • Ómar Örn Kristófersson aðalmaður
  • Svenja Neele Verena Auhage aðalmaður
Starfsmenn
  • Jökull Helgason embættismaður
  • Arnheiður Hjörleifsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Jökull Helgason Skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Úrgangsmál í Hvalfjarðarsveit

2210038

Í tengslum við breytingar á úrgangsstjórnun sveitarfélaga sem innleiddar voru í íslenskt regluverk í júní 2021 og koma til framkvæmda 1. janúar nk. er brýnt að endurskoða fyrirkomulag sorphirðu í sveitarfélaginu. Frá og með næstu áramótum er sveitarfélögum skylt að flokka með sérsöfnun við íbúðarhús í fjóra flokka: Pappír/pappi, plastumbúðir, lífrænn eldhúsúrgangur, almennur úrgangur. Þá er einnig skylda á sérsöfnun á grenndarstöðvum fyrir málma, gler og textíl.
USNL-nefnd leggur til við sveitarstjórn að breyta núverandi úrgangsflokkunarkerfi í Hvalfjarðarsveit til samræmis við breytingar á lögum nr 55/2003 sem koma til framkvæmda þann 1. janúar nk. en þá verður komið á samræmdu flokkunarkerfi um landið allt, þó útfærslunar geti verið mismunandi. Til að uppfylla ákvæði um fjögurra flokka sérsöfnun við íbúðarhús leggur USNL-nefnd til að bætt verði við tunnu við hvert heimili í sveitarfélaginu, þannig að sérsöfnun fyrir eftirfarandi úrgangsflokka verði við hvert íbúðarhús í sveitarfélaginu:
- Pappír/pappi
- Plastumbúðir
- Lífrænn úrgangur
- Almennur úrgangur
Sama er lagt til fyrir grenndarstöðvar í Hvalfjarðarsveit, að þær taki við þessum sömu fjóru flokkum úrgangs. Að auki leggur USNL-nefnd til að á grenndarstöðina í Melahverfi verði auk þess komið upp sérsöfnun fyrir eftirtalda flokka: Málma, gler og textíl.

Það er von nefndarinnar að með þessum breytingum verði flokkun úrgangs í sveitarfélaginu betri og nýting hráefnis þar af leiðandi einnig betri, umhverfinu til hagsbóta.
Kynning og fræðsla á breyttu fyrirkomulagi eru forsenda fyrir því að vel takist til og því leggur USNL-nefnd til við sveitarstjórn að öflug kynning meðal íbúa og sumarhúsaeigenda fari fram bæði fyrir innleiðingu, á meðan á innleiðingu stendur og áfram á meðan íbúar sveitarfélagsins eru að læra inn á breytta úrgangsstjórnun.

2.Úrgangsmál í Hvalfjarðarsveit

2210038

Í tengslum við breytingar á úrgangsstjórnun sveitarfélaga sem framundan eru um næstu áramót, og breytt fyrirkomulag flokkunar með sérsöfnun fyrir 4 úrgangsflokka við íbúðarhús þarf að endurskoða gjaldskrá um sorphirðu og urðun úrgangs í Hvalfjarðarsveit. Einnig þarf að yfirfara og uppfæra samþykkt um meðhöndlun úrgangs í sveitarfélaginu.
USNL-nefnd felur umhverfisfulltrúa að yfirfara samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Hvalfjarðarsveit ásamt gjaldskrá í samræmi við tillögu um breytta úrgangsstjórnun og sérsöfnun úrgangs í fjóra flokka við hvert heimili og á grenndarstöðvum í sveitarfélaginu.
Arnheiður Hjörleifsdóttir, umhverfisfulltrúi vék af fundi.

3.Breyting á skilti við Hvalfjarðargöng - framkvæmdaleyfi

2205056

Sótt um leyfi fyrir breytingu á skilti við Hvalfjarðargöng.

Með erindi dags. 20.05.2022 frá Engilbert Runólfssyni er varðar skilti á gatnamótum við Hvalfjarðargöng var sótt um breytingu á skiltinu og að því verði breytt í þriggja hliða LED upplýsinga- og auglýsingaskilti með meðal annars klukku og vindmæli, svipað stórt og nú er. Engar frekari jarðvegsframkvæmdir eru fyrirhugaðar en þriðja stöplinum verður bætt á núverandi undirstöðu. Þarna gætu skv. erindinu m.a. birst upplýsingar um veður, færð, ástand Hvalfjarðarganga osfrv., og yrði sambærilegt og er víða að sjá við þjóðveg 1, m.a við Selfoss, Keflavík og á höfuðborgarsvæðinu. Núverandi leigusamningur um landið gildir til ársins 2026 og skv. erindinu er landeigandi upplýstur um málið. Um er að ræða alls 3 skilti (þríhyrningur), 3 x 20m2 skjáir, 140mm þykkir, á þremur 6 metra háum stólpum á einum steyptum stöpli og á sama stað og núverandi skilti.
Í skiltinu verður birtuskynjari til að tryggja að LED skjárinn trufli ekki umferð og íbúðabyggð.
Birtustyrkur skiltis er 6000-9000 lumen. Litahiti er 6500-8500 kelvin. Tækjaskápur verður (HxBxD) 60x50x23 cm að stærð.
Erindið var áður á dagskrá USNL-nefndar þann 21.09.2020 og hafnaði nefndin erindinu þá í ljósi þess að umrætt skilti er ekki í samræmi við reglur sveitarfélagsins um skilti, sem samþykktar voru á 100. fundi sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar, þann 14. desember 2010.

Með erindi dags. 24.09.2022 óskar Engilbert eftir endurupptöku málsins.
USNL-nefnd staðfestir fyrri ákvörðun sína um að umrætt skilti falli ekki að reglum sveitarfélagsins.
Erindinu hafnað.

4.Litla Botnsland - 133201 - Umsókn um byggingarleyfi

2203019

Umsókn um byggingarleyfi á svæði þar sem ekkert deiliskipulag er fyrir hendi.

Um er að ræða byggingarleyfisumsókn lóðarhafa þar sem óskað er eftir byggingarleyfi fyrir nýju frístundahúsi á einni hæð, matshluta 01, stærð 37,4 m2 / 146,1 m3, í landi Litla-Botns.
Um er að ræða bjálkahús frá Völundarhúsum sem grundað verður á steyptum bitum en burðarvirki hússins, gólf, veggir og þak, er úr timbri.
Stærð grunnflatar er 5,17m x 7,53m. Mesta mænishæð þaks er 4,64 m frá gólfplötu.
Húsið verður nýtt sem gestahús á lóðinni.
Heimreið að húsi og lóð mun tengjast aðkomuvegi svæðisins.
Landeignanúmer lóðar er 133201, stærð lóðar er 1,52 ha.
Ekki er vitað um verndaðar fornminjar skv. fornminjaskrá.
Með erindinu fylgja aðaluppdrættir unnir af Riss Verkfræðistofu, Hafnargötu 90, 230 Reykjanesbæ, og byggingarleyfisumsókn lóðarhafa.

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á 352. fundi sínum að grenndarkynna bygginarleyfi vegna frístundahúss á lóðinni Litla-Botnsland, landeignanúmer 133201 í landi Litla-Botns fyrir aðliggjandi lóðarhöfum og landeigendum jarðarinnar Litla-Botns.

Engar athugasemdir bárust á kynningartíma grenndarkynningar.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi veiti byggingarleyfi vegna málsins.

5.Litla Botnsland 3 - Umsókn um byggingarleyfi

2204012

Umsókn um byggingarleyfi á svæði þar sem ekkert deiliskipulag er fyrir hendi.

Um er að ræða byggingarleyfisumsókn lóðarhafa þar sem óskað er eftir byggingarleyfi fyrir nýju frístundahúsi á einni hæð, matshluta 01, stærð 37,4 m2 / 146,1 m3, í landi Litla-Botns.
Um er að ræða bjálkahús frá Völundarhúsum sem grundað verður á steyptum bitum en burðarvirki hússins, gólf, veggir og þak, er úr timbri.
Stærð grunnflatar er 5,17m x 7,53m. Mesta mænishæð þaks er 4,64 m frá gólfplötu.
Húsið verður nýtt sem gestahús á lóðinni.
Heimreið að húsi og lóð mun tengjast aðkomuvegi svæðisins.
Landeignanúmer lóðar er 133201, stærð lóðar er 1,52 ha.
Ekki er vitað um verndaðar fornminjar skv. fornminjaskrá.

Með erindinu fylgja aðaluppdrættir unnir af Riss Verkfræðistofu, Hafnargötu 90, 230 Reykjanesbæ, og byggingarleyfisumsókn lóðarhafa.

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á 352. fundi sínum að grenndarkynna bygginarleyfi vegna frístundahúss á lóðinni Litla-Botnsland 3, landeignanúmer 224377 í landi Litla-Botns fyrir aðliggjandi lóðarhöfum og landeigendum jarðarinnar Litla-Botns.

Engar athugasemdir bárust á kynningartíma grenndarkynningar.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi veiti byggingarleyfi vegna málsins.

6.Deiliskipulagsbreyting-Vestri Leirárgarðar.

2102006

Erindi frá eigendum Vestri-Leirárgarða.
Fyrir liggur að landeigendur Vestri-Leirárgarða óskuðu eftir niðurfellingu á deiliskipulagi fyrir Vestri-Leirárgarða með erindi dags. 12.09.2022.
Skv. túlkun Skipulagsstofnunar er ekki hægt að fella niður deiliskipulag öðru vísi en nýtt deiliskipulag komi í staðinn sbr. svar stofnunarinnar dags. 26.09.2022.
Í ljósi þess óska landeigendur Vestri-Leirárgarða eftir breytingu á deiliskipulagi fyrir Vestri-Leirárgarða sbr. erindi dags. 29.09.2022 sem sent var með tölvupósti dags. 03.10.2022.
Með erindinu fylgdi uppdráttur af breytingu deiliskipulagsins frá Jóni Stefáni Einarssyni hjá JeES arkitektum.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að auglýsa breytingu á deiliskipulagi fyrir Vestri-Leirárgarða skv. 1. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.

7.Nes - byggingarleyfi Nes C

2210016

Erindi frá byggingarfulltrúa.
Umsókn um byggingarleyfi á svæði þar sem ekkert deiliskipulag er fyrir hendi.

Umsókn um byggingarleyfi fyrir frístundahúsi frá Valz ehf, Rauðarárstíg 1, 105 Reykjavík.
Um er að ræða lögbýlið Nes, landeignanúmer 190661 sem stofnað var úr upprunalandinu Glammastöðum landeignanúmer 133175.
Með erindinu fygldu uppdrættir frá Kristni Ragnarssyni hjá KRark.

Frístundahúsið er einnar hæðar timburhús með einhalla þaki.
Stærð þess er 7,05 x 12,75 m = 89,89 m2.
Þakhæð 4,88 m / 2,94 m.
Húsið verður hitað upp með rafmagnshitakerfi.
Fráveita verður tengd við rotþró.
Vatn verður tekið úr vatnsbóli í fjalllendi í landi Ness.
Í ljósi þess að umræddar lóðir eru í nágrenni við deiliskipulagt svæði í Kjarrási, er skipulagsfulltrúa falið að afla frekari upplýsinga vegna málsins.
Erindinu frestað.

8.Nes - byggingarleyfi Nes B

2210015

Erindi frá byggingarfulltrúa.
Umsókn um byggingarleyfi á svæði þar sem ekkert deiliskipulag er fyrir hendi.

Umsókn um byggingarleyfi fyrir frístundahúsi frá Valz ehf, Rauðarárstíg 1, 105 Reykjavík.
Um er að ræða lögbýlið Nes, landeignanúmer 190661 sem stofnað var úr upprunalandinu Glammastöðum landeignanúmer 133175.
Með erindinu fygldu uppdrættir frá Kristni Ragnarssyni hjá KRark.

Frístundahúsið er einnar hæðar timburhús með einhalla þaki.
Stærð þess er 7,05 x 12,75 m = 89,89 m2.
Þakhæð 4,88 m / 2,94 m.
Húsið verður hitað upp með rafmagnshitakerfi.
Fráveita verður tengd við rotþró.
Vatn verður tekið úr vatnsbóli í fjalllendi í landi Ness.
Í ljósi þess að umræddar lóðir eru í nágrenni við deiliskipulagt svæði í Kjarrási, er skipulagsfulltrúa falið að afla frekari upplýsinga vegna málsins.
Erindinu frestað.

9.Nes - byggingarleyfi Nes A

2210014

Erindi frá byggingarfulltrúa.
Umsókn um byggingarleyfi á svæði þar sem ekkert deiliskipulag er fyrir hendi.

Umsókn um byggingarleyfi fyrir frístundahúsi frá Valz ehf, Rauðarárstíg 1, 105 Reykjavík.
Um er að ræða lögbýlið Nes, landeignanúmer 190661 sem stofnað var úr upprunalandinu Glammastöðum landeignanúmer 133175.
Með erindinu fygldu uppdrættir frá Kristni Ragnarssyni hjá KRark.

Frístundahúsið er einnar hæðar timburhús með einhalla þaki.
Stærð þess er 7,05 x 12,75 m = 89,89 m2.
Þakhæð 4,88 m / 2,94 m.
Húsið verður hitað upp með rafmagnshitakerfi.
Fráveita verður tengd við rotþró.
Vatn verður tekið úr vatnsbóli í fjalllendi í landi Ness.
Í ljósi þess að umræddar lóðir eru í nágrenni við deiliskipulagt svæði í Kjarrási, er skipulagsfulltrúa falið að afla frekari upplýsinga vegna málsins.
Erindinu frestað.

10.Þjónusta Alta ehf. og námskeið í skipulagsmálum

2210036

Erindi frá Alta þar sem vakin er athygli sveitarfélagsins á þjónustu Alta í skipulagsmálum, skipulagi miðkjarna og þá sérstaklega námskeiðum í skipulagsmálum og samráði.
Námskeiðin henta vel fyrir skipulagsnefndir í upphafi kjörtímabils.
Lagt fram til kynningar.

11.Gjaldskrárbreyting - Skipulags- og byggingarfulltrúi

2112013

Lögð fram tillaga að breytingu á gjaldskrá umhverfis- og skipulagssviðs Hvalfjarðarsveitar.
Tillagan var unnin af byggingarfulltrúa Hvalfjarðarsveitar.
Málið var áður á dagskrá 157. fundar USN-nefndar þann 6.4.2022 og sveitarstjórnar á 342. fundi þann 14.12.2021.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir tillögu að gjaldskrárbreytingu, með áorðnum breytingum.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.

12.Fjárhagsáætlun Hvalfjarðarsveitar 2023-2026.

2208038

Umræður um fjárhagsáætlun Umhverfis- og skipulagssviðs fyrir árið 2023.
Umræður um fjárhagsáætlun ársins 2023.

13.Umhverfismál í Melahverfi

2104058

Umræður um jarðvegstipp í nágrenni við Melahverfi.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að fela umhverfis- og skipulagssviði að vinna að gerð tillögu um framtíðarsvæði fyrir jarðvegsúrgang fyrir sveitarfélagið. Horft verði til svæða sem eru í ca. 5 - 7 km fjarlægð frá Melahverfi. Einnig verði skoðað samstarf við aðila sem mögulega gætu haft not af því efni sem þegar er komið á svæðið.

14.Samþykkt um skilti í lögsögu Hvalfjarðarsveitar

1004009

Umræður um samþykkt um skilti í lögsögu Hvalfjarðarsveitar frá árinu 2010.
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar afgreiddi samþykktina á 100. fundi sínum í desember 2010.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að fela umhverfis- og skipulagssviði að vinna að endurskoðun á samþykkt um skilti í Hvalfjarðarsveit frá árinu 2010.

15.Skipulagsáætlanir og framkvæmdaleyfi til skógræktar

2209035

Erindi frá Skógræktarfélagi Íslands.
Erindinu var vísað til USNL-nefndar frá sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar sbr. mál nr. 9 af fundi nr. 360 dags. 28.09.2022.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd þakkar Skógræktarfélagi Íslands fyrir erindið.

Að gefnu tilefni vill nefndin benda Skóræktarfélagi Íslands á að í aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar eru ákvæði sem gilda um skógræktaráform og ber þeim aðilum sem hyggja á skógrækt, að kynna sér vel stefnu Hvalfjarðarsveitar í þeim efnum.

16.Aðalskipulag-endurskoðun-2020-2032

1901286

Vegir í náttúru Íslands.
Flokkun vega skv. reglugerð nr. 260/2018, sbr. einnig flokkun vega í aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032
Umræður um flokkun vega skv. tillögu að aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032.
Samþykkt með áorðnum breytingum.

17.Aðalskipulag-endurskoðun-2020-2032

1901286

Lagðar fram umsagnir aðila við auglýsta tillögu að aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032.

21. Stóri-Botn.
22. Litli-Botn.
23. Eystri-Leirárgarðar.
24. Kúludalsá.
25. Glóra.
26. Þórisstaðir.
27. Kúludalsá.
28. Melaleiti.
29. Ásklöpp.
30. Birkihlíð 34 í landi Kalastaða.

Samþykkt að fela skipulagsfulltrúa í samstarfi við formann USNL-nefndar og Eflu verkfræðistofu að gera uppkast að svörum við athugasemdum.

18.Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum, nr. 123-2010 (uppbygging innviða), 144. mál.

2210027

Erindi frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis.
Á 361. fundi sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar sem haldinn var þann 12. október 2022 var erindinu vísað til umfjöllunar í Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd.
Frestur til að skila umsögn hefur verið framlengdur.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd felur umhverfis- og skipulagssviði að gera tillögu að umsögn við frumvarpið.

19.Breyting á starfsleyfi fyrir Al Álvinnslu

2207028

Breyting á starfsleyfi fyrir Al álvinnslu.
Afgreitt á milli funda.
USNL-nefnd hafði á milli funda sent eftirfarandi ábendingu til Umhverfisstofnunar vegna breytingar á starfsleyfi fyrir Al álendurvinnslu:

Það er stefna Hvalfjarðarsveitar skv. núgildandi aðalskipulagi að heimila ekki nýjar verksmiðjur eða iðnaðarfyrirtæki sem hafa í för með sér losun á brennisteinstvíoxíði eða flúor á svæðinu.

Í nýju aðalskipulagi (enn óstaðfest), kemur þetta einnig fram, en í almennum skilmálum fyrir iðnaðarsvæði segir: Áfram verði dregið úr losun frá mengandi starfsemi, þ.á.m. losun flúors og brennisteinstvíoxíðs. Ekki verður heimil ný starfsemi sem losar flúor og brennisteinstvíoxíð.

Í tilviki Als Álvinnslu snúast áhyggjur Hvalfjarðarsveitar því um mengunarefnin flúor (og brennisteinstvíoxíð) og hvort framleiðslan feli í sér aukna losun þessara mengunarefna. Samkvæmt auglýstri starfsleyfistillögu eru mengunarþættirnir ryk, HF, HCl og Cl2.

Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfsstofnun á ekki lengur að mæla þrávirku mengunarefnin díoxín og fúran þar sem ekki sé um að ræða umtalsverða losun á þessum efnum, þrátt fyrir frávik sem áður hafa komið upp í reglubundnu eftirliti. Einnig kemur fram í svörum frá stofnuninni að kvartanir hafi reglulega borist um reyk frá fyrirtækinu. Óskar Hvalfjarðarsveit eftir upplýsingum um viðbrögð við slíkum kvörtunum og jafnframt hvort að í umræddum reyk séu skaðleg efni og losun umfram það sem starfsleyfið heimilar.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Efni síðunnar