Fara í efni

Umhverfis- og náttúruverndarnefnd 2006-2011

46. fundur 02. febrúar 2010 kl. 14:00 - 16:00

Arnheiður Hjörleifsdóttir, Baldvin Björnsson, Daniela Gross, Gauti Halldórsson og Andrea Anna Guðjónsdóttir. Skúli Lýðsson sat einnig fundinn ásamt fleiri gestum.

 

Arnheiður setti fundinn og bauð fólk velkomið. Tilgangur fundar var að ræða um úrgangsmál með áherslu á útboð. Dagskrá fyrir fundinn var svohljóðandi:

1. Úrgangsmál í Hvalfjarðarsveit: Skúli Lýðsson, skipulagsfulltrúi Hvalfjarðarsveitar

 

2. Sorpútboð sveitarfélaganna: Lárus Ársælsson hjá Mannviti fer yfir stöðu útboðsins og hvaða lykilþætti á eftir að taka ákvörðun um hjá Hvalfjarðarsveit

3. Lífrænn úrgangur - hráefni á villigötum: Stefán Gíslason fer yfir markmið og möguleika varðandi lífrænan úrgang sem og skyldur og sóknarfæri sveitarfélaga í þeim efnum

 

4. Reynslusaga úr Kjósinni: Sigurbjörn Hjaltason fer yfir fyrirkomulagið sorphirðu í Kjósarhreppi, kosti og galla.

 

5. Á grænni grein: Flokkun úrgangs í skólum í Hvalfjarðarsveit. Fulltrúar skólanna lýsa því starfi sem þar er og draga fram hvort og þá hvaða áherslur eru nauðsynlegar af hálfu sveitarfélagsins í þeim efnum.

 

6. Umræður

Minnispunktar voru skráðir á meðan á fundinum stóð og einnig undir liðnum „umræður“. Skúli og Arnheiður héldu punktunum saman.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16.30

 

Arnheiður Hjörleifsdóttir,

fundarritari

Efni síðunnar