Fara í efni

Umhverfis- og náttúruverndarnefnd 2006-2011

36. fundur 09. febrúar 2009 kl. 16:00 - 18:00

Arnheiður Hjörleifsdóttir, Baldvin Björnsson, Petrína Helga Ottesen,

Gauti Halldórsson og Andrea Anna Guðjónsdóttir sem ritaði fundargerð.

 

Arnheiður setti fundinn, bauð fólk velkomið og var síðan gengið til dagskrár.

 

  1. Fundargerð 35. fundar upplesin og undirrituð. Engar athugasemdir gerðar.

  2. Tillaga að breyttum fundartíma nefndarinnar. Samþykkt að færa hann til fyrsta mánudags hvers mánaðar.

  3. Starfsleyfi til kræklingaræktar við Þyrilsnes. Erindi frá sveitarstjórn, dags. 14. jan. sl. þar sem óskað er eftir umfjöllun umhverfisnefndar.

Niðurstaða umhverfisnefndar: Nefndin sér ekki að viðkomandi starfsemi geti haft í för með sér neina efnamengun eða slíka þætti. Starfsemin getur hins vegar haft í för með sér ákveðna sjónmengun og jafnvel skapað ákveðna hættu í tengslum við öryggismál á hafi úti. Umhverfisnefnd leggur því á það ríka áherslu að sá búnaður sem notaður verður til ræktunarinnar uppfylli allar gæða- og öryggiskröfur og hugað sé að ásýnd og sjónrænum þáttum við val og staðsetningu á búnaði.

  1. Starfsleyfi Elkem.

Nefndin ákveður að ganga að tilboði frá Stefáni Gíslasyni, UMÍS ehf. Environice um faglega ráðgjöf varðandi endurnýjun á starfsleyfi Elkem Ísland.

  1. Plastsöfnun í Hvalfjarðarsveit. Umhverfisnefnd ítrekar afgreiðslu sína frá síðasta fundi nefndarinnar sem haldinn var þann 8. janúar sl. þar sem lagt var til að hafist yrði handa við plasthreinsun sem fyrst. Ekkert hefur bólað á plastlosun og er ástandið víða orðið slæmt. Umhverfisnefnd beinir því til sveitarstjórnar að leysa úr þessu sem allra, allra fyrst.

 

Mál til kynningar:

 

  1. Raf- og rafeindatækjaúrgangur. Tvö erindi frá Lúðvíki Gústafssyni, Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Afhent fundarmönnum til upplýsingar.

 

  1. Fundur með Gámaþjónustu Vesturlands, dags. 2. febrúar. Arnheiður dreifði fundarpunktum til nefndarmanna.  

 

  1. Sameiginleg svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2009-2020. Lagt fram til kynningar.

 

Fleira var ekki rætt fundi slitið kl.  17:15

 

Næsti fundur áætlaður  2. mars 2009 eða fyrr.

 

 

Andrea Anna Guðjónsdóttir, fundarritari.

 

 

Efni síðunnar