Fara í efni

Sveitarstjórn

201. fundur 11. ágúst 2015 kl. 16:00 - 18:00

Björgvin Helgason oddviti, Arnheiður Hjörleifsdóttir varaoddviti, Hjördís Stefánsdóttir 

ritari, Jónella Sigurjónsdóttir vararitari, Stefán Ármannsson aðalmaður, Daníel Ottesen 

aðalmaður og Ólafur Ingi Jóhannesson 1. varamaður.

 

Skúli Þórðarson  sveitarstjóri, ritaði fundargerð.

 

Björgvin Helgason, oddviti setti fundinn og bauð sveitarstjórnarmenn velkomna til 

fundar og síðan var gengið til áður boðaðrar dagskrár.

 

Ása Helgadóttir boðaði forföll.

1.   1507004F - Sveitarstjórn - 200

 

Fundargerð framlögð.

 

2.   1508001 - Breyting á rekstri Kratusar, Grundartanga. Beiðni um 

umsögn.

 

Erindi frá Skipulagsstofnun, dagsett 28. júlí 2015.

 

Sveitarstjórn samþykkir að vísa erindinu til umsagnar USN-nefndar.

Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

 

3.   1303047 - Glammastaðir - Landamerki - Landsskipti

 

Erindi frá Land Lögmönnum, dagsett 6. júlí 2015.

 

Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að hafa samband við lögmann 

sveitarfélagsins í þessu máli en óskað hefur verið álits hans á erindinu.

Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

 

4.   1508002 - Endurnýjun starfsleyfis fyrir alifuglabúið Fögrubrekku.

 

Erindi frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands.

 

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við útgáfu starfsleyfisins en gildistími 

þess er til og með 31. desember nk.

Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

 

5.   1508005 - Byggðasafnið í Görðum - skipulagsskrá. 

 

Til samþykktar frá Akraneskaupstað.

 

Sveitarstjórn samþykkir framlagða skipulagsskrá og felur sveitarstjóra 

undirritun hennar.

Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

 

6.   1506041 - Reglur um fjárhagsáætlunarferli Hvalfjarðarsveitar.

 

Til samþykktar.

 

Sveitarstjórn samþykkir framlagðar reglur um fjárhagsáætlunarferli 

Hvalfjarðarsveitar.

Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að reglur þessar verði teknar til 

endurskoðunar innan tveggja ára frá samþykkt þeirra.

Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

 

7.   1506011 - Menningarmál - umsögn um tillögur.

 

Svör frá Akraneskaupstað varðandi umsögn frá Hvalfjarðarsveit.

 

Bréf Akraneskaupstaðar lagt fram til kynningar.

 

8.   1508003 - 127. fundur Heilbrigðisnefndar Vesturlands.

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

 

Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 16:15 .

Efni síðunnar