Fara í efni

Sveitarstjórn

188. fundur 13. janúar 2015 kl. 16:00 - 18:00

Björgvin Helgason oddviti, Jónella Sigurjónsdóttir vararitari, Ása Helgadóttir 

aðalmaður, Stefán Ármannsson aðalmaður, Daníel Ottesen aðalmaður, Ólafur Ingi 

Jóhannesson 1. varamaður og Brynja Þorbjörnsdóttir 2. varamaður.

 

Skúli Þórðarson  sveitarstjóri, ritaði fundargerð.

 

Arnheiður Hjörleifsdóttir og Hjördís Stefánsdóttir höfðu boðað forföll.

 

Björgvin Helgason oddviti setti fundinn og bauð sveitarstjórnarmenn velkomna til 

fundar og var síðan gengið til áður boðaðrar dagskrár.

 

1.   1412001F - Sveitarstjórn - 187

 

Fundargerðin framlögð.

 

2.   1501007 - Rekstraryfirlit janúar - nóvember 2014.

 

Frá fjármálastjóra Hvalfjarðarsveitar.

 

Rekstraryfirlit janúar - nóvember 2014 lagt fram til kynningar.

 

3.   1305037 - Stjórnsýslukæra vegna framkvæmdaleyfis Bugavirkjunar, 

dags. 15. maí 2013.

 

Minnisblað vegna úrskurðar UUA í máli nr. 47/2013, frá Pacta og úrskurður 

Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.

 

Til kynningar lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og 

auðlindamála frá 12. desember sl.

Úrskurðurinn er vegna áður framkominnar stjórnsýslukæru í tengslum við 

útgáfu framkvæmdaleyfis o.fl. af hálfu Hvalfjarðarsveitar v/ Bugavirkjunar.

Í forsendum úrskurðarins kemur fram að ákvörðun Orkustofnunar um 

útgáfu leyfis til miðlunarlóns hafi hvorki verið haldinn form- né 

efnisannmörkum og sé því lögmæt. Af þessum sökum hafi legið fyrir gilt 

leyfi Orkustofnunar þegar ákvarðanir sveitarstjórnar og byggingarfulltrúa 

Hvalfjarðarsveitar voru teknar um útgáfu framkvæmdar- og byggingarleyfis 

vegna Bugavirkjunar. Þá hafi framkvæmdir verið í samræmi við 

deiliskipulag Eystri-Leirárgarða, sbr. breytingar sem gerðar voru á því og 

tóku gildi 24. september 2012. Með vísan til þessa og að málsmeðferðin 

var að örðu leyti talin í samræmi við lög var kröfu kæranda um ógildingu 

ákvarðana hafnað og þar með fallist á málatilbúnað Hvalfjarðarsveitar og 452 

Orkustofnunar. Úrskurðurinn felur í sér að ákvörðun sveitarstjórnar og 

byggingarfulltrúa um útgáfu framkvæmda- og byggingarleyfis vegna 

Bugavirkjunar er talin lögmæt og stendur því óhögguð.

 

4.   1501009 - Auglýst eftir umsóknum til að taka að sér undirbúning og 

framkvæmd 28. Landsmóts UMFÍ árið 2017.

 

Erindi frá Ungmennafélagi Íslands.

 

Til kynningar lagt fram bréf UMFÍ þar sem auglýst er eftir umsóknum frá 

sambandsaðilum UMFÍ um að taka að sér undirbúning og framkvæmd 28. 

Landsmóts UMFÍ árið 2017.

 

5.   1501005 - 47. fundur stjórnar Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis.

 

Fundargerðin framlögð.

 

6.   1501006 - 823. fundur Sambands íslenskra sveitarfélaga.

 

Fundargerðin framlögð.

 

7.   1501008 - 113. fundur stjórnar SSV, 3. desember 2014.

 

Fundargerðin framlögð.

 

 

Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 16:10 

Efni síðunnar