Fara í efni

Sveitarstjórn

151. fundur 26. júní 2013 kl. 16:00 - 18:00

Sigurður Sverrir Jónsson oddviti, Ása Helgadóttir varaoddviti, Sævar Ari Finnbogason ritari, Hallfreður Vilhjálmsson aðalmaður, Arnheiður Hjörleifsdóttir aðalmaður, Stefán Ármannsson aðalmaður og Halldóra Halla Jónsdóttir vararitari.
Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri, ritaði fundargerð.


Sigurður Sverrir Jónsson oddviti, setti fundinn og bauð menn velkomna til fundar og var síðan gengið til áður boðaðrar dagskrár.
Að auki sat sveitarstjóri fundinn og ritaði fundargerð.

 

1.1306001F - Sveitarstjórn - 150


ÁH ræddi lið 2 mál 1306012. Lagði fram samantekt og merkt trúnaðarmál. SSJ óskaði eftir að slökkt verði á upptökunni. Kveikt á upptökunni. HV óskaði eftir fundarhléi til þess að lesa samantektina. Fundargerðin framlögð


2.
1306003F - Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 25


SAF ræddi efnisatriði fundargerðarinnar. Fundargerðin framlögð
2.1.
1304014 - Umsóknir um starf skipulags- og byggingarfulltrúa.
Minnisblað frá USN nefnd
.
SAF ræddi minnisblaðið. SÁ ræddi erindið. LJ svaraði fram komnum fyrirspurnum. AH ræddi minnisblaðið og ræddi rotþróarmál og samning varðandi um hreinsun rotþróa. SÁ spurðist fyrir varðandi samning við Landlínur. SSJ vísaði til 9. liðar. AH ræddi verkefni skipulags- og byggingarfulltrúa. HV ræddi minnisblaðið. SAF ræddi minnisblaðið. LJ svaraði fram komnum fyrirspurnum. SÁ ræddi fundarboð. HV ræddi fundarboðið. Erindið framlagt


3.
1306033 - Kosningar skv. II kafla 15. og 16.gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Hvalfjarðarsveitar 48/2009 með síðari breytingum


A) Kosning oddvita. B) Varaoddvita. C) Skrifara. D) Varaskrifara sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
SSJ óskaði eftir hvort óskað væri eftir skriflegri atkvæðagreiðslu. Samþykkt. Seðlum dreift.

a) Oddviti; Sigurður Sverrir Jónsson 4 atkvæði, Hallfreður Vilhjálmsson 1
og 2 seðlar eru auðir.
Sigurður Sverrir Jónsson telst rétt kjörinn oddviti.
B) Varaoddviti; Ása Helgadóttir 5 atkvæði, 2 seðlar eru auðir. Ása
Helgadóttir telst rétt kjörinn varaoddviti.
C) Skrifari; Sævar Ari Finnbogason 5 atkvæði, 2 seðlar eru auðir. Sævar
Ari Finnbogason telst rétt kjörinn ritari.
D) Varaskrifari; Arnheiður Hjörleifsdóttir 4 atkvæði, Halldóra Halla
Jónsdóttir 3 atkvæði. Arnheiður Hjörleifsdóttir rétt kjörin vararitari.

 

4.

1306034 - Kosningar.


A) Kjörstjórn: Þrír aðalmenn og jafnmargir til vara. B) Til eins árs.
Vatnsveitufélag Hvalfjarðar sf.: Kosið er í stjórn félagsins í samræmi við
ákvæði sameignarfélagssamnings. 2 aðalmenn og 2 til vara.


A) Kjörstjórn: Þrír aðalmenn og jafnmargir til vara. Tillaga um óbreytta
kjörstjórn. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0
B) Stjórn Vatnsveitufélags Hvalfjarðarsveitar;
Tillaga um að aðalmenn verði. Haraldur Magnússon, Guðjón Jónasson.
Tillagan samþykkt samhljóða 7-0
Tillaga um að varamenn verði, Sigurður Sverrir Jónsson, Stefán
Ármannsson. Tillagan samþykkt samhljóð 7-0


5.

1306036 - Aðalfundur Vatnsveitufélags Hvalfjarðarsveitar sf.
Umboð á aðalfund Vatnsveitufélagsins.


SSJ lagði til að Ása Helgadóttir fari með umboð á fundinum. Tillagan
samþykkt samhljóða 7-0


6.

1211014 - Ljósleiðari í Hvalfjarðarsveit.


Minnisblað sveitarstjóra, dags. 20. júní 2013. LJ ræddi erindið og lagði fram eftirfarandi bókun;


Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar auglýsti formlega eftir áhugasömum
aðilum til þess að koma að fjárfestingu og/eða samstarfi um
ljósleiðarvæðingu í Hvalfjarðarsveit.


Fjórir aðilar sýndu verkefninu áhuga og að afloknum viðræðum við þessa
aðila var óskað eftir að þeir gerðu nánar grein fyrir með hvaða hætti þeir
hygðust koma að verkinu.
Þrír aðilar; Míla, Gagnaveita Reykjavíkur og Rafteymi skiluðu inn gögnum
7, júní. Verkfræðistofan EFLA hefur verði ráðgjafi Hvalfjarðarsveitar og
yfirfór gögnin sem bárust.


Það er niðurstaða sveitarstjórnarinnar að hafna öllum tillögum sem bárust.
Megin ástæðan er kostnaðarþátturinn með vísan til þess að uppbygging
og kostnaðarþátttaka Hvalfjarðarsveitar í verkefninu er mun meiri en
sveitarstjórn telur ásættanlegt að leggja fjármagn í án þess að halda
eignarhaldi á kerfinu.


Framangreindum aðilum er þakkaður áhugi þeirra á verkefninu, en að
öðru leyti vísast til meðfylgjandi greiningar EFLU verkfræðistofu á tillögum þátttakenda.

 

Bókun samþykkt samhljóða 7-0.


7.
1306035 - Úrsögn úr sveitarstjórn.


Erindi frá Magnúsi Inga Hannessyni, dagsett 15. júní 2013.
SSJ lagði til að samþykkja úrsögnina. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0


8.
1306001 - Ráðning byggingarfulltrúa.


Gögn lögð fram á fundinum.
HHJ óskar eftir að víkja af fundi. LJ ræddi erindið og lagði fram eftirfarandi bókun; Á " Á grundvelli bókunarinnar frá síðasta fundi sveitarstjórnar höfum við þrjú farið yfir umsóknirnar og tekið viðtöl. Hópurinn samþykkti einróma á fundi sínum að leggja til við sveitarstjórn að ráða Guðnýju Elíasdóttur í starf byggingarfulltrúa. Gerð er tillaga um að fela sveitarstjóra að gera ráðningarsamning við Guðnýju Elíasdóttur."

HV ræddi starfshlutfall. SÁ spurðist fyrir varðandi verkefnastjórnun sem viðkomandi hefur komið að. LJ svaraði fram komnum fyrirspurnum. SAF tók undir með sveitarstjóra og svaraði fram komnum fyrirspurnum. Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að gera ráðningarsamning við Guðnýju Elíasdóttur í starf byggingarfulltrúa.

Tillagan samþykkt samhljóða 6-0.

HHJ tekur aftur þátt í fundinum.


9.
1304014 - Umsóknir um starf skipulags- og byggingarfulltrúa.


Frestað af 150. fundi sveitarstjórnar.


LJ lagði fram samningsdrög við Landlínur. Óskaði eftir heimild sveitarstjórnar til þess að ganga frá samkomulagi við Landlínur. AH ræddi fram komin samningsdrög. HV ræddi starf og starfsumhverfi skipulags- og byggingarfulltrúa. SAF ræddi samninginn og taldi að tekið hafi verið tillit til athugasemda. AH ræddi fundafyrirkomulag skipulagsfulltrúa og samninginn. LJ svaraði fram komnum fyrirspurnum. HV ræddi fundarstjórn. AH spurðist fyrir varðandi samninginn við Landlínur. LJ svaraði fram komnum fyrirspurnum. Sveitarstjórn samþykkir að heimila sveitarstjóra að ganga frá samningi við Landlínur. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.


 

10.
1306016 - Húsnæði fyrir grasrótar- og félagsamtök.


Erindi frá Lýðræðisfélaginu Öldu, áður send gögn.
Sveitarstjórn þakkar ábendingar félagsins og minnir á að félagsheimili sveitarfélagsins standa að öllu jöfnu opin hvers konar félögum og samtökum íbúanna til fundarhalda gegn hóflegu gjaldi. Bókunin samþykkt samhljóða 7-0.

11.
1306021 - Styrkbeiðni vegna Youth Camp í Noregi.


Erindi frá Arnóri Huga Sigurðarsyni, dagsett 14. júní 2013.
SSJ ræddi erindið. Lagði til að vísa erindi Arnórs Huga Sigurðarsonar til fræðslu- og skólanefndar. SÁ ræddi erindið. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

12.
1305010 - Úttekt á umhverfisáhrifum á Grundartanga-skýrsla.


Bókun af fundi Faxaflóahafna sf. varðandi umhverfisúttekt á Grundartanga. Þegar sent skipulagsfulltrúa og form. USN nefndar.
SSJ ræddi erindið og lagði til að taka undir bókun Faxaflóahafna. SAF ræddi erindið og mun fjalla um erindið í USN nefndinni. AH ræddi fram komna bókun. SAF ræddi fram komna bókun.

Tillaga SSJ samþykkt samhljóða 7-0.


13.
1306038 - Breyting á aðalskipulagi í landi Eystra Miðfells og Kalastaðakots
.


Erindi frá Borealis Data Center ásamt fylgigögnum. SSJ ræddi erindið og vísaði til fyrri samþykktar sveitarstjórnar varðandi erindið frá 140. fundi sveitarstjórnar; en þar segir m.a.

 

" 1211025 - Land undir gagnaver og annan léttan umhverfisvænan iðnað í landi Eystra-Miðfells og Kalastaðakots. SAF ræddi erindið. HV ræddi erindið og bendir á bókun USN nefndar. SSJ ræddi erindið og leggur til að Borealis kynni erindið fyrir íbúum Hvalfjarðarsveitar. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0."

 

Sveitarstjórn ítrekar fyrri afgreiðslu varðandi að kynna erindið fyrir íbúum Hvalfjarðarsveitar. SSJ lagði til að vísa erindinu til kynningar í USN nefnd. SAF ræddi erindið. HV ræddi verkefnið. SAF ræddi erindið. Bókunin samþykkt samhljóða 7-0


14.
1306024 - Styrktarsjóður EBÍ 2013.


Erindi frá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélag Íslands, dagsett 11. júní 2013.
SSJ ræddi erindið og lagði til að vísa erindinu til kynningar í menningarmála- og atvinnuþróunarnefndar, til fræðslu- og skólanefndar og til stjórnar nýsköpunarsjóðs, tillagan samþykkt samhljóða 7-0.


15.
1306023 - Námsferð til Skotlands 3.-5. september nk.
Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 6. júní 2013.


Erindið framlagt


16.
1202064 - Yfirnefnd fjallskilamála.


Afgreiðsla bæjarstjórnar Akraness, sem haldinn var þann 11. júní 2013.
HV ræddi erindið. SÁ ræddi erindið. HV ræddi erindið og ítrekar fyrri bókun sveitarstjórnar. SSJ ræddi erindið.

Erindið framlagt


17.
1306032 - 25. og 26. stjórnarfundur Vatnsveitufélags Hvalfjarðarsveitar sf.

Fundargerðirnar framlagðar


18.
1306020 - 75. fundur Sorpurðunar Vesturlands, 10. júní 2013.


Fundargerðin framlögð


19.
1306022 - 29. fundur stjórnar Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis.


Fundargerðin framlögð.

 

 


Fleira gerðist ekki.

Fundargerðin upp lesin og samþykkt.

 

Fundi slitið kl. 18:55 .

Efni síðunnar