Fara í efni

Sveitarstjórn

111. fundur 12. júlí 2011 kl. 16:00 - 18:00

Sigurður Sverrir Jónsson, Birna María Antonsdóttir, Sævar Ari Finnbogason, Hallfreður Vilhjálmsson, Arnheiður Hjörleifsdóttir, Ása Hólmarsdóttir, Anna Leif Elídóttir og Stefán Ármannsson.


Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri, ritaði fundargerð.


Sigurður Sverrir Jónsson oddviti, setti fundinn og bauð fólk velkomið til fundar og var síðan gengið til áður boðaðrar dagskrár.


Að auki sat skipulags- og byggingarfulltrúi fundinn. Oddviti óskaði eftir dagskrárbreytingu um að taka umsagnarbeiðni um Kemira á dagskrá. Samþykkt samhljóða. HV vék af fundi kl. 19.30 SÁ tók sæti hans á fundinum frá sama tíma.

 

1. 1106002F - Sveitarstjórn - 110


Sveitarstjóri ræddi drög að skipuriti sem til umfjöllunar var á síðasta fundi lagði fram ný drög til samræmis við umræðu á siðasta fundi, yfirlit yfir nefndir sem sveitarstjórn á fulltrúa í og verkefni nefnda. AH ræddi lið 3. varðandi skipurit og fl.


2. 1106001F - Skipulags- og byggingarnefnd - 107


Skipulags- og byggingarfulltrúi fór yfir efnisatriði fundargerðarinnar.
HV ítrekaði afstöðu sína varðandi lið 4. mál 1010053 tekur undir bókun ÁH og GJ. ræddi lið 15.
5. liður: AH tekur undir bókun Ásu Hólmarsdóttur og Guðjóns Jónassonar varðandi deiliskipulagsbreytingu á Grundartanga, vestursvæði. Farsælla hefði verið að stuðla að iðnaðaruppbyggingu á skipulögðu iðnaðarsvæði norðan núverandi stóriðju á Grundartanga í stað þess að stækka hlutfall iðnaðarsvæðis á kostnað athafnasvæðis við Grundartanga. 11. liður. Fyrirspurn AH: Er Bugavirkjun tilkynningaskyld framkvæmd vegna 2. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum? 14. liður: AH fagnaði upplýsingum um skilti við Grunnafjörð og spurðist fyrir um hvar eigi að staðsetja það. ÁHó ræddi lið 14. og lið 16. og lagði til kynningu á fyrirhugaðri verksmiðju Kemira.
SSJ HV AH og sveitarstjóri ræddu efnisatriði fundargerðarinnar. ALE lið 11og SAF ræddi liði 5. 8. 13. 14. 15.16. Skipulags- og byggingarfulltrúi svaraði fram komnum fyrirspurnum. Fundargerðin samþykkt með sjö greiddum atkvæðum3


2.1. 1102022 - Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2008-2020 breyting opinna svæða Þórisstöðum


Skipulags- og byggingarfulltrúi fór yfir erindið. Tillagan samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.


2.2. 1106042 - Eyrarás, frístundahús


Skipulags- og byggingarfulltrúi fór yfir erindið. Tillagan samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.


2.3. 1103057 - Glammastaðaland deiliskipulag sumarhúsalóðir- breyting


Skipulags- og byggingarfulltrúi fór yfir erindið. Tillagan samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.


2.4. 1010053 - Grundartangi deiliskipulag vestursvæði- breyting


Meirihluti nefndarinnar leggur til við sveitarstjórn að breytingin verði samþykkt og birt í B-deild stjórnartíðinda með þeirri breytingu að 2. mgr. í kafla vöktun og mótvægisaðgerðir í umhverfisskýrslu verð breytt þannig; Gerð verið sú krafa til nýrra verksmiðja á svæðinu að þær taki að fullu þátt í samstarfi vegna umhverfisvöktunar svæðisins.(DO.KJ.BO). Tillagan er samþykkt með 4 atkvæðum SSJ SAF BMA ALE 3 atkvæði gegn tillögunni greiða HV AH ÁHó.
Bókun minnihluta skiplags og byggingarnefndar vísar í bókun minnihluta síðasta fundar 106. fundi nefndarinnar; Varðandi breytingu á Aðalskipulagi, við teljum að byggja ætti upp iðnað á skipulögðu iðnaðarsvæði norðan stóriðjunnar í stað þess að stækka það í vesturátt líkt og þessi tillaga gerir ráð fyrir (ÁHó.GJ) Tillagan er felld með 4 atkvæðum SSJ SAF BMA ALE. Samþykkir tillögunni eru HV AH ÁHó.
Jafnframt leggur nefndin til við sveitarstjórn að gerð verði úttekt áhrifum aukinnar skipaumferðar í Hvalfirði og gerð verði sú krafa til nýrra verksmiðja á svæðinu að þær taki að fullu þátt í samstarfi vegna umhverfisvöktunar svæðisins.
Tillagan er samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.


2.5. 1106039 - Kalastaðakot deiliskipulag frístundabyggðar


Skipulags- og byggingarfulltrúi fór yfir erindið. Tillagan samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

2.6. 1106041 - Ölver 13 og 19 breytt stærð lóða


Skipulags- og byggingarfulltrúi fór yfir erindið. Tillagan samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.


2.7. 1106016 - Beiðni um lækkun á byggingarleyfisgjaldi


Skipulags- og byggingarfulltrúi fór yfir erindið. Tillagan samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.


2.8. 1106004 - Byggingarreglugerð,drög til umsagnar


Skipulags- og byggingarfulltrúi fór yfir erindið. Tillagan samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.


2.9. 1103056 - Eystri- Leirárgarðar, Bugavirkjun


Skipulags- og byggingarfulltrúi fór yfir erindið. Tillagan samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.


2.10. 1106043 - Framkvæmdaleyfi, reglugerð umsögn


Skipulags- og byggingarfulltrúi fór yfir erindið. Tillagan samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.


2.11. 1105063 - Gjaldskrá Skipulags- og byggingarfulltrúaembættis Hvalfjarðarsveitar


Skipulags- og byggingarfulltrúi fór yfir erindið. Tillagan samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.


2.12. 1107002 - Natríumklóratverksmiðja Kemíra á Grundartanga. Umsagnarbeiðni.


Skipulags- og byggingarfulltrúi fór yfir erindið. Samþykkt að fá lengri umsagnarfrest. Tillagan samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.


3. 1107007 - 22. fundur fjölskyldunefndar Hvalfjarðarsveitar.


Formaður fór yfir efnisatriði fundargerðarinnar. AH ræddi efni fundargerðarinnar. SAF svaraði fram komnum fyrirspurnum.


4. 1107003 - 34. verkfundur vegna byggingar nýs Heiðarskóla.


Fundargerðin framlögð.


5. 1107012 - 35. verkfundur vegna byggingu nýs Heiðarskóla.


Sveitarstjóri fór yfir fundargerðina og 34. fundargerð samtímis. Lagði fram verkstöðuyfirlit dagsett 8. júlí og fór yfir framvindu verksins. Lagði fram reikningsyfirlit varðandi verkstöðu, aukaverk, verðbætur og endurgreiðslu á virðisaukaskatti.


6. 1104023 - 4. fundargerð starfshóps um hitaveituvæðingu kaldra svæða.


Fundargerðin framlögð.


7. 1107002 - Natríumklóratverksmiðja Kemíra á Grundartanga. Umsagnarbeiðni.


ÁHó gerði athugasemd að ekki hafi verið haldinn fundur í umhverfisnefnd varðandi erindið.
Tillaga; Fyrir liggur umsögn umhverfis og náttúruverndarnefndar sem er eftirfarandi; Umhverfis- og náttúruverndarnefnd Hvalfjarðarsveitar telur að fyrirhuguð framkvæmd vegna natríumklóratverksmiðju á Grundartanga þurfi að fara í mat á umhverfisáhrifum, annarsvegar vegna þess mikla magns hættulegra efna sem tengjast starfseminni og hins vegar vegna hugsanlegra samlegðaráhrifa með annarri starfsemi á svæðinu, svo og með tilliti til orkubúskapar á landsvísu. Augljóst er að breyta þarf aðalskipulagi til að reisa megi verksmiðjuna þar sem henni er ætlaður staður.
Enn áréttar nefndin þá skoðun sína að gera þurfi heildarmat á þolmörkum Grundatangasvæðisins meðal annars m.t.t. mengunar á svæðinu.
Sveitarstjórn tekur undir álit umhverfisnefndar Hvalfjarðarsveitar, dagsett 11. júlí 2011 að rétt sé að fram fari umhverfismat vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Natríumklórat verksmiðju á Grundartanga. Ennfremur vísar sveitarstjórn til minnisblaðs dagsett 10. júlí 2011 sem unnið var fyrir Hvalfjarðarsveit af Stefáni Gíslasyni, UMÍS ehf., Þar kemur meðal annars fram að fyrirhuguð starfsemi er allt annars eðlis en sú sem fyrir er á svæðinu og áhættuþættir aðrir s.s; - Geymsla á tiltölulega miklu magni efna sem eru hættuleg í miklu magni eða háum styrk, (sjá töflu 2.1 í greinargerð HRV um hráefnisþörf verksmiðju og afurðir), bæði hráefna og afurðar
- Hugsanleg mistök í hlutleysingu sem leiða til óvæntra frávika í efnainnihaldi frárennslis
Meðhöndlun hættulegs úrgangs sem inniheldur eiturefnið krómþríoxíð og eftir atvikum sexgilt króm og natríumdíkrómat
Ennfremur telur sveitarstjórn nauðsynleg að fá skýrari svör við álitaefnum á borð við hversu mikilli lyktarmengun megi búast við frá starfseminni, en lítið er fjalla að um þá hlið í þeirri skýrslu sem fyrir liggur. Sveitarstjórn óskar eftir að fram fari kynning á fyrirhugaðri starfsemi Kemira á Grundartanga fyrir skipulags- og byggingarnefnd, umhverfisnefnd og sveitarstjórn.
Tillagan samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.


8. 1103036 - Málsmeðferðarreglur um almennar atkvæðagreiðslur í Hvalfjarðarsveit.


SAF gerði grein fyrir breytingum á reglunum og að sveitarstjórn hefur fengið nýjar tillögur samþykktarhópsins á drögunum sem fyrir lágu fyrir fundinn í dag.
Tillaga um breytingu á 1. 5. 9. og 16. grein.
Allar tillögur um breytingar samþykktar með sjö greiddum atkvæðum. Reglurnar samþykktar með árorðnum breytingum með sjö greiddum
atkvæðum.


9. 1107010 - Aukafjárveiting vegna innleiðingar sameiningar tveggja skólastiga fram til loka núverandi fjárhagsáætlunar 31.12.2011.


Erindi frá Ingibjörgu Hannesdóttur skólastjóra.


BMA ræddi erindið og fór yfir verkefnastöðuna. Lagði fram yfirlýsingu fræðslu- og skólanefndar sem styður heilshugar tillögur er varða mál 1107010, 1106036 og 1107013 varðandi að búa skólann vel bæði búnaði og búa starfsfólkinu gott vinnuumhverfi í sameinuðum leik- og grunnskóla. Lagði til að sveitarstjórn samþykkti erindið. AH og ÁHó ræddu erindið BMA svaraði fram komnum fyrirspurnum. Tillagan samþykkt með sjö greiddum atkvæðum. Fjármögnun vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.


10. 1106036 - Erindi frá Ingibjörgu Hannesdóttur skólastjóra varðandi kostnaðargreiningu s.b. bókun sveitarstjórnar frá 110. fundi, liður 5.


A) Varðandi flutninga. B) Hugmyndasamkeppni. C) Heimasíðugerð fyrir sameinaðan leik- og grunnskóla.


A) Kostnaður áætlaður kr. 60.000. Tillagan samþykkt með sjö atkvæðum.
B) Hugmyndasamkeppni ekki gert ráð fyrir kostnaði. Tillagan samþykkt með sjö atkvæðum.
C) Heimasíðugerð fyrir sameinaðan leik- og grunnskóla. Áætlaður kostnaður kr 300.000.
BMA ræddi erindið og fór verkefnin. Lagði til að sveitarstjórn samþykkti erindið. SAF ÁHó ræddu erindið.
Tillagan samþykkt með sjö atkvæðum. Fjármögnun vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.


11. 1107013 - Búnaðarkaup í sameinaðan leik- og grunnskóla.


Tölvur/ljósritunarvélar/prentarar/snjalltöflur/töflur/skjávarpar o.fl. Erindi frá Ingibjörgu Hannesdóttur skólastjóra.


BMA ræddi erindið. Lagði til að sveitarstjórn samþykkti erindið. Sveitarstjóri, SAF SSJ SÁ og AH ræddu erindið og búnaðarkaup og lagði fram breytingartillgögu;
AH, SÁ og ÁHó leggja til frestun á kaupum á svokölluðum snjalltöflum í Heiðarskóla þar til ítarlegri rökstuðningur og þarfagreining liggur fyrir varðandi svo kostnaðarsaman og sérhæfðan búnað í grunnskólahúsnæði
Samþykktir tillögunni eru; AH ÁHó SÁ. Gegn tillögunni greiða SSJ SAF BMA ALE. Tillagan er felld.
Tillagan um búnaðarkaup er samþykkt með atkvæðum SSJ SAF BMA ALE. Gegn tillögunni greiða atkvæði AH SÁ ÁHó.
Fjármögnun vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
AH gerði grein fyrir atkvæðum E lista með bókun; AH, SÁ og ÁHó gera grein fyrir atkvæði sínu: Við samþykkjum erindi Ingibjargar að öllu leyti nema er lítur að svokölluðum snjalltöflum, enda liggur ekki fyrir greining á kostnaði eða nýtingu á þeim, eða að hvaða leiti þær munu styðja við skólastarf og stefnu Heiðarskóla.

Þá viljum við ítreka að nú þegar er ein slík tafla í Heiðarskóla sem væntanlega mun nýtast vel í nýju skólahúsnæði
SAF gerði grein fyrir atkvæði sínu.


12. 1107005 - Brennuleyfi í Kambhólslandi um verslunarmannahelgina.


Erindi frá Pétri Þórðarsyni, form. sumarhúsafélags Kambhólslands.


Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar gerir ekki athugasemd við umrædda brennu, enda sé tryggt að öllum skilyrðum þar að lútandi sé fullnægt. Þá leggur sveitarstjórn á það áherslu að fyllsta öryggis sé gætt við meðhöndlun opins elds, vandað sé mjög til staðarvals og í alla staði reynt að fyrirbyggja að eldurinn getir breiðst út eða valdið skaða. Sveitarstjórn leggur einnig áherslu á góðan frágang að brennu lokinni. Að lokum óskar sveitarstjórn eftir upplýsingum um hver er brennustjóri viðkomandi brennu. Tillagan samþykkt samhljóða.
Tillagan samþykkt með sjö greiddum atkvæðum


13. 1009072 - Rotþró við heimili í Hvalfjarðarsveit. Greiðsla á kostnaði.


Erindi frá sveitarstjóra.


Sveitarstjóri gerði grein fyrir breytingunni en verið er að árétta fyrri samþykkt. Tillagan samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.


14. 1104064 - Skipulags- og byggingamál - Samstarf ?


Minnispunktar frá Skipulagsstofnun og sveitarstjóra.


Sveitarstjóri gerði grein fyrir efni sem til umfjöllunar hafa verið á tveimur fundum. SSJ AH og SÁ ræddu erindið. Bókun; SÁ og AH gera athugasemdir við að ekki sé framfylgt ákvörðun sveitarstjórnar um þátttöku sveitarstjóra, oddvita og oddvita E-lista vegna funda um samstarf sveitarfélaga um skipulags- og byggingarmál. Fyrri fundinn sat sveitarstjóri fh. Hvalfjarðarsveitar og seinni fundinn sátu sveitarstjóri og oddviti.


15. 1107004 - Endurnýjun á starfsleyfi fyrir Stjörnugrís hf.


Frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands, dagsett 4. júlí 2011.


ÁHó óskað eftir að víkja af fundi vegna vanhæfis síns þar sem hún er starfsmaður Heilbrigðiseftirlits Vesturlands.
AH óskaði eftir að sveitarstjórn legði mat á hæfi sitt til þess að fjalla um málið á grundvelli 19. gr sveitarstjórnarlaga. Sveitarstjórn samþykkir með 4 atkvæðum SAF BMA SSJ og ALE að AH teljist hæf til þess að fjalla um málið. SÁ og AH sitja hjá við afgreiðsluna.
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að kæra ákvörðun Heilbrigðisnefndar Vesturlands vegna útgáfu starfsleyfis fyrir Stjörnugrís hf. að Melum dags. 29. júní 2011, sbr. 32. grein laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, til fullnaðarúrskurðar umhverfisráðherra.

Ástæður kærunnar:
Á fundi sveitarstjórnar, þann 12.4.2011 var tekin fyrir 60. fundargerð umhverfis- og náttúruverndarnefndar Hvalfjarðarsveitar ásamt umsögn nefndarinnar vegna umsóknar Stjörnugríss hf. um starfsleyfi fyrir svínabú að Melum. Sveitarstjórn samþykkti að gera umsögn umhverfis- og náttúruverndarnefndar að umsögn Hvalfjarðarsveitar um starfsleyfið.
Í umsögninni eru gerðar nokkrar athugasemdir og ábendingar varðandi starfsleyfið.
Í niðurlagi umsagnarinnar segir: Nefndin mælir ekki með samþykki starfsleyfis fyrr en ofangreindar athugasemdir hafa verið teknar til greina í fylgiskjali I með starfsleyfi fyrir svínabú Stjörnugríss að Melum, Hvalfjarðarsveit.
Það er ósk sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar að tekið sé fullt tillit til athugasemda sveitarfélagsins.
Tillagan samþykkt með sex greiddum atkvæðum.
ÁHó tekur aftur þátt í fundinum.


16. 1107001 - Athugasend vegna stjórnsýslu sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.


Svar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, unnið af Guðjóni Bragasyni.


SAF ræddi erindið og svarbréf lögfræðings Sambandsins og lagði fram drög að svarbréfi til bréfritara. AH ræddi erindið. Málsmeðferðin samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.


17. 1107006 - Þátttakaungmenna í VII. Umhverfisþingi 14. október 2011.


Frá Umhverfisráðuneytinu, dagsett 30. júní 2011.


Til máls tóku; SAF ALE ÁHó og AH. Tillaga AH og ÁHó er að samþykkja að veita heimild til þess senda 2 fulltrúa ungmenna á umhverfisþing í haust. Útfærslan sé í höndum fræðslu- og skólanefndar og skólastjóra. Tillagan samþykkt með 4 atkvæðum ALE AH ÁHó SÁ og 3 sitja hjá SSJ BMA SAF.


18. 1107009 - 1. 2. og 3. fundargerð í nefnd um endurskoðun fjallskilareglugerð.


SAF ræddi fundargerðirnar. Fundargerðirnar framlagaðar. Sveitarstjóri gerði grein fyrir að nauðsynlegt væri að endurnýja umboð fulltrúa Hvalfjarðarsveitar í nefndinni. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með sjö greiddum atkvæðum að endurnýja umboð Guðmundar Sigurjónssonar og Baldvins Björnssonar.


19. 1107008 - 788. fundur Sambands íslenskra sveitarfélaga.


Fundargerðin framlögð.

 

 

Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 21.52


Efni síðunnar