Fara í efni

Sveitarstjórn

60. fundur 16. desember 2008 kl. 16:00 - 18:00

Hallfreður Vilhjálmsson oddviti, Hlynur Sigurbjörnsson, Arnheiður Hjörleifsdóttir, Stefán Ármannsson, Sigurður Sverrir Jónsson, Ása Helgadóttir, Magnús Ingi Hannesson og

Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

 

Oddviti bauð fundarmenn velkomna setti fund, síðan var gengið til boðaðrar dagskrár

 

 

Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins

 

1) 59. fundur sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar, haldinn 9. desember 2008. Oddviti fór yfir helstu atriði fundargerðarinnar. Sveitarstjóri fór yfir atriði er varða fjárhagsáætlunina og fór yfir atrið frá fundi forstöðumanna Hvalfjarðarsveitar. Fundargerðin framlögð.

 

2) 31. fundur félagsmálanefndar Hvalfjarðarsveitar frá 10. desember. 2008.  Stefán fór yfir helstu atriði fundargerðarinnar. Margrét Magnúsdóttir hefur óskað eftir að láta af störfum. Margréti eru færðar bestu þakkir fyrir vel unnin störf í þágu Hvalfjarðarsveitar. Fundargerðin framlögð.

 

3) 27. fundur framkvæmdarnefndar um byggingu stjórnsýsluhúss, haldinn 12. desember 2008. Stefán fór yfir fundargerðina og þá stöðu sem upp er komin vegna útboðsins. Tillaga framkvæmdarnefndar er að ganga til samninga við Trésmiðjuna Akur. Tillagan samþykkt með atkvæðum Hallfreðs, Hlyns, Ásu, Arnheiðar og Stefáns. Sigurður Sverrir og Magnús sitja hjá við afgreiðsluna.

 

4) Verkfundargerð 5 – Lóð vegna byggingu stjórnsýsluhúss, haldinn 15. desember 2008. Fundargerðin framlögð.

 

5) Verkfundargerð 7 – Þak vegna byggingu stjórnsýsluhúss, haldinn 10. desember 2008. Fundargerðin framlögð.

 

 

 

Mál til afgreiðslu

 

6) Málefni Strætó. Sveitarstjóri fór yfir málið. Strætó bs. mun hefja akstur í byrjun árs. Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra og oddvita nánari útfærslur á stoppistöðvum og að ganga frá samningum fyrir hönd Hvalfjarðarsveitar.

 

7) Skipulagsskrá fyrir byggðasafnið að Görðum. Oddviti fór yfir breytingarnar sem hafa orðið á skipulagsskránni. Tillaga um breytinguna samþykkt samhljóða. Sveitarstjóra falið að undirrita skipulagsskránna fyrir hönd Hvalfjarðarsveitar.

 

8) Auglýsing í Íslandsbókum Heims. Erindi frá Ottó Schopca hjá ferðaútgáfu Heims dagsett 15. desember 2008. Sveitarstjóri hafði áður hafnað erindinu.  Sveitarstjórn telur eigi unnt að verða við erindinu.

 

Mál til kynningar

 

9) Ársskýrsla Spalar ehf. frá aðalfundi 10. desember 2008. Lögð fram.

 

10) Sorphirðumál. Oddviti fór yfir að samningur um sorphirðu er að renna út á næsta ári. Arnheiður fór yfir atriði er varða útfærslur og næstu skref og einnig atriði er varðar bréf frá Gámaþjónustunni. Fór yfir talningu á sorpílátum í Hvalfjarðarsveit. Sveitarstjórn samþykkir að veita sveitarstjóra umboð til að ganga frá samkomulagi við Gámaþjónustu Vesturlands eða segja samningnum upp ef sá kostur er hagstæðari

 

 

 

Aðrar fundargerðir

 

11) 56. fundur Faxaflóahafna, haldinn 12. desember 2008. Fundargerðin framlögð.

 

12) 66. stjórnarfundur SSV haldinn 8. desember 2008. Fundargerðin framlögð

 

13) 39. fundur stjórnar Dvalarheimilisins Höfða haldinn 10. desember 2008. Fundargerðin framlögð.

 

 

 

Önnur mál – (ef einhver eru)

 

 

 

Fleira gerðist ekki. Fundargerð upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17:36

 

 

 

Hallfreður Vilhjálmsson, oddviti

 

Hlynur M. Sigurbjörnsson, varaoddviti

 

Arnheiður Hjörleifsdóttir

 

Ása Helgadóttir

 

Magnús I. Hannesson

 

Sigurður Sverrir Jónsson

 

Stefán G. Ármannsson

 

Laufey Jóhannsdóttir, sveitarstjóri

 

 

Efni síðunnar