Fara í efni

Sveitarstjórn

55. fundur 11. nóvember 2008 - 02:00

Hallfreður Vilhjálmsson oddviti, Hlynur Sigurbjörnsson, Arnheiður Hjörleifsdóttir, Stefán Ármannsson,

Sigurður Sverrir Jónsson, Ása Helgadóttir, Magnús Hannesson og Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

Oddviti leitaði afbrigða við að taka 25. fundargerð æskulýðs- og menningarnefndar, 30. fundargerð félagsmálanefndar, 2 verkfundargerðir stjórnsýsluhúss og 33 fundargerð umhverfisnefndar til umfjöllunar. Tillagan samþykkt samhljóða. Oddviti bauð fundarmenn velkomna setti fund, síðan var gengið til boðaðrar dagskrár. Undir 5. lið viku Hallfreður Vilhjálmsson og Arnheiður Hjörleifsdóttir sæti en Ása Hólmarsdóttir og Daníel Ottesen tóku þeirra sæti undir þessum lið.

 

Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins

1) 53. og 54. fundur sveitarstjórnar haldnir 14. og 21. október 2008. Oddviti fór yfir helstu atriði fundargerðanna. Sveitarstjóri fór yfir atriði er varða fjárhagsáætlun og megin markmið hennar, yfirferð endurskoðanda og aðalbókara. Ræddi ýmislegt er varðar forsendur fjárlagagerðar fyrir árið 2009 og ýmsar forsendur hafa brostið miðað við þriggja ára áætlun fyrir 2009. Forstöðumenn eru að fara yfir liðina en lagt er að forstöðumönnum að spara í rekstri um 5% möguleg er lækkun tekna. Skúli Lýðsson skipulags- og byggingarfulltrúi sat fundinn undir fyrstu fimm liðum og fór yfir atriði varðandi aðalskipulagsmál og mál sem eru í vinnslu frá 54. fundi sveitarstjórnar. Athugasemd hefur borist frá Þorgeiri Jósepssyni um að Adolf Friðriksson var ekki fulltrúi Akranesstofu ,

2) 70. og 71. fundur skipulags- og byggingarnefndar haldnir 21. október og 5. nóvember 2008 ásamt afgreiðslum.

 

Afgreiðslur í 70. fundargerð.

A) 7. Aðalskipulag Hvalfjarðarstrandahrepps, breyting v. varnarsvæðis. Mál nr. BH080065 471293-2109 Tekton ehf, Borgartúni 6, 105 Reykjavík.Erindi Tektons ehf. fh. landeigenda varðandi breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarstrandahrepps vegna tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Digralæk 1 Hvalfjarðarsveit.Umsögn umhverfis- og náttúruverndarnefndar Hvalfjarðarsveitar ódags. sem afgreidd var á 29. fundi nefndarinnar þann 18.6.2008Erindi Ólafs Jónssonar hjá Skeljungi hf. dags. 1. júlí 2008.Tillagan hefur verið auglýst samkvæmt 1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.Engar athugasemdir bárust Lagt er til við sveitarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði samþykkt. Tillagan samþykkt með sex atkvæðum. Arnheiður Hjörleifsdóttir situr hjá.

B) 8. Digrilækur 1, nýtt deiliskipulag (00.0485.05). Mál nr. BH080058 471293-2109 Tekton ehf, Borgartúni 6, 105 Reykjavík.Erindi Tektons ehf. fh. landeigenda varðandi tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Digralæk 1 Hvalfjarðarsveit.Umsögn umhverfis- og náttúruverndarnefndar Hvalfjarðarsveitar ódagsett sem afgreidd var á 29. fundi nefndarinnar þann 18.6.2008. Erindi Ólafs Jónssonar hjá Skeljungi hf. dags. 1. júlí 2008.Tillagan hefur verði auglýst samkvæmt 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.Engar athugasemdir bárust. Lagt er til við sveitarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt. Tillagan samþykkt með sex atkvæðum. Arnheiður Hjörleifsdóttir situr hjá.

C) 9.Þórisstaðir 133217, deiliskipulag(00.0600.00). Mál nr. BH080078710881- 0229 Starfsmannafélag Íslenska Járnblendifélagsins Grundartanga, 301 Akranes. Tillaga Magnúsar H. Ólafssonar kt. 150550-4759 arkitekts fh. starfsmannafélags Grundartanga að deiliskipulagi Túnfótar í landi Þórisstaða.Tillagan hefur verði auglýst samkvæmt 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.Engar athugasemdir bárust. Lagt er til sveitarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt. Tillagan samþykkt samhljóða.

Fundargerð 70. fundar samþykkt samhljóða, Arnheiður situr hjá við lið 7, 8.

 

Afgreiðslur í 71. fundargerð.

A ) 6.Afgreiðsla umsókna, tillaga að meðferð byggingarleyfisumsókna. Mál nr. BH060051. 630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, Endurskoðuð tillaga að afgreiðslu skipulags- og byggingarfulltrúa á byggingarleyfisumsóknum.Samþykkt. Vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar. Afgreiðslu frestað.

B) 7. Efra-Skarðsland, lögbýli (00.0180.02) Mál nr. BH080133.230873-5269 Sigurður Arnar Sigurðsson, Lundarbrekku 10, 200 Kópavogur. Umsókn Sigurðar Arnars um heimild til þess að stofna lögbýli á jörð sinni sem er 60,9 ha að stærð. Nefndin gefur jákvæða umsögn. Tillagan samþykkt samhljóða.

Fundargerð 71. fundar samþykkt samhljóða.

3) 24. 25. og 26. fundur framkvæmdarnefndar um byggingu Heiðarskóla haldnir 29. ágúst, 3. september og 17. október 2008 og 3. og 4. samráðsfundur um uppbyggingu Heiðarskóla haldnir 4. nóvember 2008. Arnheiður fór yfir fundargerðirnar og verkferlana. Framundan er kynningarfundur með framkvæmdanefnd og sveitarstjórn til kynningar á verkefninu, líklega haldinn 20. nóvember n.k. Tillaga er um að Arnheiður Hjörleifsdóttir verði tengiliður við hönnunarhópinn og aðra þá fundi sem boðað er til í tengslum við verkefnið. Greiðslan verði eins og um almenna fundarsetu sé að ræða. Tillagan samþykkt samhljóða. Fundargerðirnar samþykktar samhljóða.

4) 13. fundur stýrihóps um skólastefnu haldinn 3. nóvember 2008 ásamt drögum að skólastefnu Hvalfjarðarsveitar. Fundargerðin samþykkt samhljóða. Hlynur fór yfir áherslur í skólastefnunni, skólastefnan rædd og samþykkt. Sveitarstjóra falið að vinna að útgáfu hennar sem og að hún verði aðgengileg rafrænt.

5) 23. fundargerð frá 27. október undirbúningshóps að byggingu stjórnsýsluhúss. Stefán Ármannsson fór yfir efnisatriði fundargerðarinnar og upplýsti að fjármunir frá Mest varðandi gjaldþrot hafa skilað sér að hluta til. Fundargerðin samþykkt með fimm atkvæðum og tveir sitja hjá Magnús Ingi Hannesson og Sigurður Sverrir Jónsson sitja hjá. 24. fundargerð undirbúningshóps um byggingu stjórnsýsluhúss frá 1. nóvember.Stefán Ármannsson fór yfir hugmyndir um tillögu við lokafrágang stjórnsýsluhúss verði farið í lokað útboð og að eftirfarandi aðilum verði boðin þátttaka; Art sérsmíði, Súlunes, Færni ehf, Guðmundur Sigurjónsson, P J Byggingar ehf, Pípó, Rafþjónusta Sigurdórs, Sigvaldi Þórðarson, Trésmiðjan Akur. Tillagan um lokað útboð samþykkt með fimm atkvæðum en Magnús Hannesson og Sigurður Sverrir Jónsson sitja hjá. Fundargerðin samþykkt með fimm atkvæðum en Magnús Hannesson og Sigurður Sverrir Jónsson sitja hjá. Hallfreður Vilhjálmsson og Arnheiður Hjörleifsdóttir viku sætum undir þessum lið en Ása Hólmarsdóttir og Daníel Ottesen tóku þeirra sæti.

6) 31. fundur fræðslu- og skólanefndar haldinn 6. nóvember 2008. Hlynur fór yfir helstu atriði fundargerðarinnar. Fundargerðin lögð fram.

32. fundur fræðslu- og skólanefndar haldinn 6. nóvember. Hlynur fór yfir helstu efnisatriði fundargerðarinnar. Ræddi skólastefnu og ný menntalög, skólaakstur, nám gunnskólanemenda á framhaldsskólastigi og fl. Fundargerðin samþykkt samhljóða.

7) 25. fundur æskulýðs- og menningarmálanefndar haldinn 4.nóvember. Oddviti fór yfir helstu atriði fundargerðarinnar. Fundargerðin samþykkt samhljóða.

8) Verkfundargerðir stjórnsýsluhúss, 4. fundargerð vegna glugga og 1. fundargerð vegna lóðar. Stefán fór yfir fundargerðirnar, fundargerðirnar framlagðar.

9) 33. fundur umhverfis- og náttúruverndarnefndar haldinn 10. nóvember. Arnheiður fór yfir helstu atriði fundargerðarinnar. Jafnframt fylgdi umsögn nefndarinnar varðandi efnistöku af hafsbotni í Hvalfirði. Mat á umhverfisáhrifum. Kynnti umsögnina og fór yfir efnisatriðin. Sveitarstjórn samþykkir umsögnina. Sveitarstjóra falið að senda umsögnina til Skipulagsstofnunar.

10) 30. fundur félagsmálanefndar Hvalfjarðarsveitar haldinn 29. október. Stefán fór yfir helstu atriði fundargerðarinnar. Ítrekuð er fyrri afstaða nefndarinnar varðandi greiðslufyrirkomulag á heimgreiðslum vegna barna. Arnheiður situr hjá við afgreiðslu 5. lið fundargerðarinnar. Fundargerðin samþykkt samhljóða. Bókun Arnheiðar. Situr hjá varðandi 5. lið og finnst rétt að reglur varðandi umönnunargreiðslur taki mið af því hvenær fæðingarorlofi lýkur svo ekki komi upp sú staða að misræmis gæti í greiðslum til foreldra.

 

Mál til afgreiðslu

11) Kosning fulltrúa í skipulags- og bygginganefnd Hvalfjarðarsveitar. Magnús Ingi Hannesson óskar eftir lausn frá störfum í Skipulags og bygginganefnd vegna vinnubragða meirihluta nefndarinnar í vinnu við aðalskipulag. Tillaga um að Benóný Halldórsson verði aðalmaður samþykkt samhljóða. Tillaga um að Sigurður Sverrir Jónsson verði varamaður samþykkt með sex atkvæðum Sigurður Sverrir situr hjá.

12) Umsókn um námsvist tveggja nemenda úr Hvalfjarðarsveit utan sveitarfélags. Sveitarstjórn samþykkir að ábyrgjast greiðslurnar enda fylgi þær viðmiðunarmörkum. Tillagan samþykkt með fimm atkvæðum Magnús Hannesson og Sverrir Jónsson greiða atkvæði gegn tillögunni.

13) Málefni byggðarsafnsins að Görðum . Bréf Akranesskaupstaðar um rekstur byggðasafnsins í Görðum frá 3. nóvember varðandi skipulagsskána. Tillaga 1: Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að heimila viðræður við Adolf Friðriksson um rekstur Byggðasafnsins í Görðum á grundvelli þeirra hugmynda sem hann kynnti fyrir sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar 14. október sl. Hugmyndirnar ganga út á umfangs-miklar breytingar á starfseminni en þó er gert ráð fyrir að rekstrarframlag eigenda verði óbreytt. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar óskar eftir að fá reglulegar og ítarlegar upplýsingar um framvindu viðræðnanna. Er sveitarstóra falið að vera tengiliður við fulltrúa Akraneskaupstaðar í viðræðunum. Tillaga samþykkt samhljóða. Tillaga 2: Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að óska eftir því við bæjarstjórn Akraness að teknar verði upp viðræður um breytingar á skipulagsskrá Byggðasafnsins í Görðum. Greinargerð vegna tillögu 2: Verði af samningi milli eiganda Byggðasafnsins í Görðum og Adolfs Friðrikssonar er ljóst að miklar breytingar verða á starfsemi byggðasafnsins. Hugsanleg tengsl við háskóla og rannsóknarstarfsemi, t.d. fornleifarannsóknir, munu m.a. verða stórir áhrifavaldar í þessum breytingum. Það er því grundvallaratriði að eigendur safnsins noti árið 2009 til að endurskoða skipulagsskrá safnsins með tilliti til breyttra forsenda. Tillaga um ramma-samkomulag milli Hvalfjarðarsveitar og Akranesskaupstaðar um endurskoðun á skipulagsskrá. Tillagan samþykkt samhljóða 14) Umsögn um starfsleyfi fyrir bláskeljarækt Munda ehf. í landi Saurbæjar. Erindinuvísað til umfjöllunar í umhverfisnefnd og jafnframt óskað eftir hvort landeigenda og umráðamanni lands hafi verið kynnt málið varðandi starfsleyfið. Samþykkt samhljóða.

15) Starfsmannamál. Erindi frá Einari Erni Thorlacius varðandi reikninga vegna aksturs fyrir árið 2006 kr. 115.765 fyrir árið 2007 kr. 163.440 og fyrir árið 2008 kr. 7.293. Samtals kr. 286.498. Samþykkt og sveitarstjóra falið að ganga frá greiðslunum.

16) Eldvarnir í Hvalfjarðarsveit. Vísað til fjárhagsáætlunar 2009.

17) Næstu svæði hjá óbyggðanefnd, erindi frá Óbyggðanefnd dags 30. október 2008. Vísað til umfjöllunar í skipulags- og byggingarnefnd, atvinnumálanefndar og Búnaðarfélags Hvalfjarðar.

18) Ósk um úrbætur á affalli frá rotþró í Melahverfi, erindi frá Ólafi Hauki Óskarssyni. Vísað til umfjöllunar í skipulags- og byggingarfulltrúa um úrbætur.

19) Umsókn um lækkun fasteignaskatts á sumarhúsi, eigandi með lögheimili utan sveitarfélags. Erindi frá Ásrúnu Sigurbjartsdóttur dags 22. október 2008. Sveitarstjórn telur eigi unnt að verða við erindinu.

20) Málefni Stjörnugríss ehf., erindi frá Lex lögmannsstofu dags 28. október 2008.Ásamt gögnum frá NSV og Hafró. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við niðurstöður straummælinga Hafrannsóknarstofnunar og skýrslu Náttúrustofu Vestufjarða sem fylgja erindinu en beinir því til framkvæmdaraðila að endurnýja ósk um breytingu á umræddu deiliskipulagi í ljósi breyttra forsendna, þar sem ný staðsetning útrásar kemur fram og breyting á rennslisfyrirkomulagi. Samþykkt samhljóða.

21) Tillaga um framlög sveitarfélaga til tækjakaupa fyrir verknámsdeildir Fjölbrautaskóla Vesturlands árið 2009, erindi frá skólameistara FVA dags 22. október 2008. Erindinu að upphæð kr. 547.760 er vísað til afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2009.

22) Stóra Fellsöxl, leigusamningur við Elkem Ísland, erindi frá Elkem Ísland dags. 20. október 2008. Erindið lagt fram og jafnframt vísað til umhverfisnefndar og skipulagsog byggingarnefndar til kynningar.

23) Tilkynning frá Hitaveitufélagi Hvalfjarðar sf. dags 2.nóvember 2008.Sveitarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.

24) Kattahald í Hvalfjarðarsveit. í bréfi frá héraðsdýralækni er vakin athygli á samþykktum reglugerðum um kattahald eru ákvæði um ormahreinsun katta. Bréfið lagt fram.

25) Málefni Strætó. Sveitarstjóri og oddviti fóru yfir nýjustu hugmyndir um útfærslu á almenningsvögnum. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar setur fyrirvara um að vagn stöðvi við bílaplan hjá Hvalfjarðargöngum.

 

Mál til kynningar

26) Greiðsla til hlutdeildarskírteinishafa vegna slita á Kaupþingi Peningamarkaðssjóði. Bókun; Hvalfjarðarsveit fékk ráðleggingar um að bestu ávöxtunarkjör væru á peningamarkaðsreikningum. Farið var eftir þeim ráðum og voru lagðar 70 miljónir árið 2007 og 20 miljónir árið 2008 á peningamarkaðsreikning hjá Kaupþingi hf. Við slit á sjóðnum vegna gjaldþrots Kaupþings fékk Hvalfjarðarsveit greitt út úr sjóðnum 85 % eða alls 87.366.258 kr. Heildar tapið á fjárfestingunni í peningabréfum nemur því 15.026.665 kr., þar af er töpuð ávöxtun á tímabilinu kr. 12.392.923 og tap höfuðstóls fjárfestingarinnar kr. 2.633.742 .

27) Jöfnunarsjóður sveitarfélaga, ársskýrsla 2007 aðgengileg á vef Jöfnunarsjóðsins http://jofnunarsjodur.samgonguraduneyti.is/. Lögð fram til kynningar.

28) Fundargerð samráðsfundar vegna efnahagsástands sem haldinn var í Bæjarþingsal Akraneskaupstaðar 28. október 2008. Sveitarstjórn felur félagsmálafulltrúa og sveitarstjóra að vera fulltrúa í samráðshópnum. 29) Minnispunktar frá samráðsfundi sveitarfélaga um efnahagsvandann sem haldinn var á Grand Hótel 20. október 2008. Lagt fram.

30) Endurgreiðsluáhætta sveitarfélaga vegna skila á byggingalóðum,lagt fram.

31) Stóra Fellsöxl efnistaka. Mat á umhverfisáhrifum tillaga að matsáætlun. Skýrsla Environice. Skýrslu hefur þegar verið vísað til umhverfis- og náttúruverndarnefndar. Sveitarstjóra og skipulags- og byggingafulltrúa falið undirbúa mögulegt útboð.

32) Mat á umhverfisáhrifum. Málþing skipulagsstofnunar 24. október 2008. Minnispunktar Arnheiðar Hjörleifsdóttur. Lagt fram.

33) Umhverfisúttekt vegna Sultartangalínu SU3. í október 2006 og 2007. Málinu hefur nú þegar verið vísað til umfjöllunar í náttúru- og umhverfisnefnd. Skýrsla lögð fram.

34) Green Globe á Vesturlandi, minnisblað fyrir fund með fulltrúum sveitarfélaga 22. október 2008. Lagt fram.

35) Fjárhagsáætlun Menningarráðs Vesturlands fyrir árið 2009. Lagt fram. Erindinu hefur verið vísað til umfjöllunar í æskulýðs- og menningarnefnd.

36) Aukin fjárframlög KSÍ til barna- og unglingastarfs aðildarfélaga sambandsins, erindi frá KSÍ dags 24. október 2008. Í bréfinu er kynnt aukið framlag KSÍ til barna- og unglingastarfs aðildarfélaga sambandsins.Lagt fram til kynningar.

37) Tillaga frá 36. sambandsráðsfundi UMFÍ sem haldinn var 11. október 2008. Lagt fram til kynningar.

38) Minnispunktar SA frá samráðsfundum fulltrúa SA, ASÍ o.fl. Fundargerðirnar hafa verið sendar jafnóðum og þær berast til sveitarstjórnar.

39) Stofnun þróunarsetur í málmiðnaði og málmtækni. Erindinu vísað til umfjöllunar í atvinnumálanefnd

 

Aðrar fundargerðir

40) 56. fundur stjórnar SSV haldinn 21. október 2008, hægt er að nálgast fundargerð á www.ssv.is Fundargerðin framlögð.

41) 51. fundur Sorpurðunar Vesturlands haldinn 30. október 2008 fundargerðin framlögð.

42) 229. fundur launnefndar sveitarfélaga haldinn 14. október 2008, áður sent rafrænt. Fundargerðin framlögð.

43) 757. og 758. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga haldnir 10. og 31. október 2008. Fundargerðir er hægt að nálgast á www.samband.is. Lagðar fram.

 

Önnur mál – (ef einhver eru)

A) Fjármálaráðstefna sveitarfélaganna verður haldin 13. og 14. nóvember. Fulltrúar Hvalfjarðarsveitar verða; Sveitarstjóri, Hallfreður Vilhjálmsson oddviti og Arnheiður Hjörleifsdóttir

B) Aðgangskort í sundlaugina Heiðaborg og notkun á tómstundaávísunum Sveitarstjórn samþykkir að 10 miðakort verði seld á 2500 kr. og að barnagjald miðist við 12-16 ára.

Samþykkt að heimila notkun á íþróttaávísunum í sundlaug og íþróttahús

C) Ása ræddi atvinnuástandið hvað verkefni eru í gangi á svæðinu.

D) Arnheiður vakti athygli á að nokkrir af viðskiptavinum Emax í Hvalfjarðarsveit hafa fengið viðbótarreikninga vegna nota af auka/viðbótarnetföngum. Sveitarstjórn samþykkir að fela oddvita og sveitarstjóra er falið að skoða samning á milli aðila með tilliti til þessa þátta og óska skýringa á þessu.

 

Fleira gerðist ekki. Fundargerð upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 20:50

 

Hallfreður Vilhjálmsson, Arnheiður Hjörleifsdóttir,

Hlynur Sigurbjörnsson, Stefán G. Ármannsson

Ása Helgadóttir, Magnús I. Hannesson,

Sigurður Sverrir Jónsson, Laufey Jóhannsdóttir

Efni síðunnar