Fara í efni

Sveitarstjórn

44. fundur 01. apríl 2008 kl. 13:00 - 15:00

Hallfreður Vilhjálmsson, oddviti, Hlynur Máni Sigurbjörnsson

varaoddviti, Sigurður Sverrir Jónsson, Stefán Ármannsson, Magnús

Hannesson, Dóra Líndal Hjartardóttir mætt í fjarveru Ásu Helgadóttur, og

Arnheiður Hjörleifsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.

Auk þess sat fundinn Laufey Jóhannsdóttir

 

Oddviti bauð fólk velkomið og setti fund. Var þá gengið til dagskrár.

Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins

1) 43. fundur sveitarstjórnar haldinn 18. mars 2008. Oddviti fór yfir fyrirspurnir

og svör við þeim varðandi rekstrar- og framkvæmdaryfirlit fyrir árið 2007 frá síðasta fundi. Oddviti óskaði bókað að framvegis taki hann eingöngu við skriflegum fyrirspurnum er varðar rekstur og bókhald sveitarfélagsins.

Undir þessum lið lagði oddviti einnig fram undirritaðan verksamning við

Þorvald Magnússon, hundaeftirlitsmann Hvalfjarðarsveitar auk verklagsreglna varðandi eftirfylgni með hundasamþykkt og

skýrslueyðublaðs vegna handsömunar hunds. Samþykkt.

Engar athugasemdir voru gerðar við fundargerðina.

Að loknum þessum lið, lagði oddviti til dagskrárbreytingu þess efnis að nú

yrði tekinn fyrir 5. liður á dagskrá: Þriggja ára áætlun Hvalfjarðarsveitar,

seinni umræða. Samþykkt.

2) Þriggja ára áætlun Hvalfjarðarsveitar, seinni umræða. Jóhann Þórðarson

var mættur á fundinn og kynnti þær breytingar sem gerðar höfðu verið á

áætluninni frá síðasta fundi. Nokkrar umræður urðu um áætlunina. Magnús

lagði fram breytingartillögu þess efnis að framkvæmdir við Heiðarskóla verði á árinu 2009 að upphæð 280 milljónir króna, og 140 milljónir króna á árinu 2010 og að framkvæmdum ljúki það ár. Oddviti og varaoddviti leggja fram breytingartillögu þess efnis að framkvæmdarupphæð við Heiðarskóla verði á árinu 2009 195 milljónir og sama upphæð á árinu 2010 en 30 milljónir árið 2011 og framkvæmdum ljúki á því ári. Jafnframt að við leikskóla í Krosslandi verði á árinu 2009 10 milljónir, 15 milljónir 2010 og 10 milljónir árið 2011. Lántökur og fjármagnskostnaður breytist í samræmi við þessar tillögur. Oddviti bar upp tillögu hans og varaoddvita, samþykkt með 4 atkvæðum, 2 sátu hjá og Magnús var á móti.

3) 20. fundur æskulýðs- og menningarmálanefndar haldinn 10. mars 2008.

Fundargerðin lögð fram, en í henni kemur m.a. fram að nefndin hlaut styrk

frá Menningarráði Vesturlands að upphæð 200.000 krónur vegna verkefnis

um listasmiðju.

4) 24. fundur félagsmálanefndar haldinn 27. febrúar 2008. Fundargerðin lögð

fram, en í henni kom m.a. fram að þær breytingar eru að verða á

þjónustuhópi aldraðra, að hann hefur verið lagður niður. Í stað hans hefur

verið sett á stofn vistunarnefnd, sem starfar í hverju heilbrigðisumdæmi fyrir sig og metur þörf einstaklinga fyrir varanlega vistun. Stefán hafði áður lagt fram afrit af ársskýrslu Karls Marinóssonar um störf hans á árinu 2007.

5) 27. fundur umhverfis- og náttúruverndarnefndar haldinn 10. mars 2008.

Fundargerðin lögð fram. Sveitarstjórn tekur undir með umhverfisnefnd að

rétt sé að fram fari ítarlegri rannsókn á áhrifum flúormengunar í sauðfé, en

tryggja þarf að kostnaður við rannsóknina falli ekki á sveitarfélagið.

 

Mál til afgreiðslu

6) Þriggja ára áætlun Hvalfjarðarsveitar, seinni umræða. Afgreitt fyrr á

fundinum.

7) Samþykkt um stjórn og fundarsköp Hvalfjarðarsveitar. Tillaga að

breytingum. Stefán og Magnús gerðu grein fyrir tillögum sínum að

breytingum á samþykktinni. Sveitarstjórn tók vel í breytingartillögurnar og er Stefáni og Magnúsi falið að vinna tillögurnar áfram í þeim anda sem rætt

var. Þá var samþykkt að sú tillaga Stefáns og Magnúsar varðandi 7. gr. sem er á þessa leið: Sveitarstjórn heldur reglulega fundi einu sinni í mánuði í hverjum mánuði annan þriðjudag hvers mánaðar, taki þegar gildi með fyrirvara um lögmæti þess.

8) Samþykkt um fráveitur í Hvalfjarðarsveit og samþykkt um meðhöndlun

úrgangs í Hvalfjarðarsveit, seinni umræða. Samþykkt. Oddvita falið að koma samþykktunum undirrituðum til umhverfisráðuneytisins.

9) Drög að reglum um lýsingu við íbúðarhúsnæði utan þéttbýlis í

Hvalfjarðarsveit. Fyrri umræða. Engar athugasemdir gerðir, vísað til síðari

umræðu.

10) A) Reglur um lóðarúthlutun í Hvalfjarðarsveit, B) Gjaldskrá fyrir

gatnagerðargjald í Hvalfjarðarsveit, C) umsóknir um lóðir í Hvalfjarðarsveit.

• A) Reglur um lóðarúthlutun í Hvalfjarðarsveit. Engar athugasemdir

gerðar. Vísað til síðari umræðu.

• B) Gjaldskrá fyrir gatnagerðargjald í Hvalfjarðarsveit. Engar

athugasemdir gerðar. Vísað til síðari umræðu.

• C) Sveitarstjórn lítur svo á að samkvæmt fyrirliggjandi gögnum séu

tvær umsóknir um lóðir í Hvalfjarðarsveit. Annars vegar umsókn Karls

Emilssonar vegna parhúsalóðar í Hlíðarbæ 7 og hins vegar umsókn

Hjalta Hafþórssonar vegna lóðar á Lækjarmel 12 í Melahverfi.

Sveitarstjórn samþykkir að úthluta umræddum aðilum tilteknar lóðir, en

lóðaúthlutun fari ekki fram fyrr en gjaldskrá fyrir gatnagerðargjöld í

Hvalfjarðarsveit hefur tekið gildi.

11) Starfsmannamál. Gögn lögð fram á fundi. Oddviti lagði fram þrjár umsóknir

um starf aðalbókara/launafulltrúa Hvalfjarðarsveitar. Oddvita, í samráði við tilvonandi sveitarstjóra, falið að ræða við umsækjendur.

12) Þjónusta iðjuþjálfa við íbúa í Hvalfjarðarsveit, erindi frá Dagnýju Hauksdóttur dagsett 17. mars s.l. Gögn lögð fram á fundi. Sveitarstjórn þakkar Dagnýju þann áhuga og metnað sem fram kemur í erindi hennar. Oddvita og sveitarstjóra falið að ræða nánar við hana um innihald erindisins. Hlynur tók ekki þátt í umræðunni.

13) Efnistaka úr Hólabrú í Hvalfjarðarsveit, beiðni um umsögn sveitarstjórnar erindi frá Skipulagsstofnun dagsett 25. mars s.l. Efni lagt fram á fundi. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við tillögu að matsáætlun að öðru leiti en því að sveitarstjórn telur brýnt að gengið sé vel frá öllum efnistökusvæðum í sveitarfélaginu eftir að efnistöku er hætt, svo ekki skapist hætta af, og til að fyrrverandi efnistökusvæði falli sem best að umhverfinu og landslagi. Þá treystir sveitarstjórn á að í tilviki Hólabrúar, sé að öllu leiti farið að þeim lögum og reglugerðum sem um ræðir. Arnheiður tók ekki þátt í afgreiðslunni.

14) Ósk um umsögn sveitarstjórnar um stofnun lögbýlis í Hvalfjarðarsveit.

Erindi frá Agnesi Hansen og Halldóri Friðgeirssyni dagsett 5. mars s.l.

Sveitarstjórn samykkir lögbýlisumsóknina.

15) Vátrygging fráveitu og vatnsveitu, erindi frá Viðlagatryggingu Íslands dagsett 28. febrúar s.l. Oddvita falið að kanna stöðu vátrygginga á fráveitu og vatnsveitu í sveitarfélaginu í samráði við byggingarfulltrúa.

16) Starfshópur um endurskoðun á skipulagi menningar- og safnamála á

Akranesi, tillögur að endurskipulagningu, sameiginleg bókun

Hvalfjarðarsveitar og Akraneskaupstaðar um breytingu á skipulagsskrá

byggðarsafnsins í Görðum. Minnisblað vegna tillögu að breytingu á

stjórnskipulagi byggðarsafnsins í Görðum. Þegar sent æskulýðs- og

menningarmálanefnd til umsagnar. Jafnframt lagði oddviti fram erindi frá

bæjarstjóra Akraness, dags. 28. mars sl. þar sem óskað er eftir umsögn

sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar á tillögum að endurskipulagningu

menningar- og safnamála á Akranesi. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar gerir

ekki athugasemd við þessa breytingu, svo fremi sem kostnaðarhluteild

Hvalfjarðarsveitar aukist ekki frá því sem nú er, og að ávinningurinn sem

vinnst að þeirri hagræðingu sem stefnt er að með breytingunni sé báðum

sveitarfélögum í hag.

17) Samráð við sveitarfélög varðandi Héraðsáætlanir Landgræðslurnar erindi frá Landgræðslu ríkisins dagsett 19. mars s.l. Vísað til umhverfis- og

náttúruverndarnefndar.

18) Samningur Búfjáreftirlitsnefndar og Búnaðarsamtaka Vesturlands sem var undirritaður 3. mars s.l. Samningurinn samþykktur.

19) Dagur umhverfisins 25. apríl n.k. samantekt upplýsinga frá sveitarfélögum, varðandi viðburði þennan dag. Vísað til umhverfis- og

náttúruverndarnefndar og fræðslu- og skólanefndar.

20) Gate to Iceland, tímarit um ferðaþjónustu, tilboð um samstarf á auglýsingu í blaðinu. Erindinu hafnað.

21) Íslandshandbókin, ósk um samstarf um endurskoðun á efni í bókina, erindi frá Örlygi Hálfdánarsyni sent 12. mars s.l. Gögn lögð fram á fundi. Arnheiði falið að yfirlesa efnið og koma ábendingum á framfæri.

22) Skólahreysti 2008, umsókn um styrk. Sveitarstjórn samþykkir að veita

30.000 króna styrk í verkefnið. Einn sat hjá. Sveitarstjórn finnst verkefnið

jákvætt og hvetjandi fyrir unglinga. Um leið vill sveitarstjórn nota tækifærið og óska liði Heiðarskóla til hamingju með góðan árangur í Skólahreysti árið 2008.

23) Staðardagskrá 21 í Hvalfjarðarsveit, lokaútgáfa. Gögn meðfylgjandi.

Sveitarstjórn samþykkir Staðardagskrá 21 fyrir Hvalfjarðarsveit. Magnús sat hjá. Sveitarstjórn færir hlutaðeigandi nefndum bestu þakkir fyrir þá vinnu sem þær hafa lagt í þessa stefnumótunarvinnu fyrir sveitarfélagið. Þá vill sveitarstjórn að stýrihópur Staðardagskrár sé áfram starfandi til að tryggja eftirfylgni með Staðardagskránni og forgangsröðun verkefna. Sveitarstjórn samþykkir að skipa sveitarstjóra sem þriðja fulltrúa í stýrihópinn og oddvita sem fyrsta varamann. Formaður skipulags- og byggingarnefndar er annar varamaður stýrihópsins. Samþykkt.

24) Ákvörðun um opnunartíma sundlaugarinnar að Hlöðum. Tillaga frá formanni æskulýðs- og menningarmálanefndar og húsverði á Hlöðum þess efnis að sundlaugin að Hlöðum verði opnuð á nýjan leik um Hvítasunnu, og hún verði opin um helgar til 15. júní. Sá opnunartími verði auglýstur sérstaklega. Frá og með 15. júní og til 17. ágúst verði sundlaugin opin alla daga milli kl. 14 og 21. Samþykkt.

25) Fyrirspurn frá Hitaveitufélagi Hvalfjarðar sf., Rjúpnasölum 14, Kópavogi, dagsett 5. mars s.l. um möguleika annarra orkufyrirtækja á frekari dreifingu hitaveitu í Hvalfjarðarsveit og fl. Oddvita falið að skoða málið og hafa samband við stjórn Hitaveitufélagsins.

 

Mál til kynningar

26) Íbúaskrá Hvalfjarðarsveitar, lögð fram á fundi. Samkvæmt gögnum er

íbúafjöldi í Hvalfjarðarsveit 1. desember 2007 683.

27) Fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar 2008, lögð fram.

28) Samantekt vegna áforma um að leggja niður umdæmisskrifstofu

Fasteignamats ríkisins í Borgarnesi, dagsett 9. mars s.l. Lagt fram.

29) Breytingar á rekstri þráðlausa dreifikerfis Hive dagsett 5. mars s.l.

Sveitarstjórn lýsir yfir áhyggjum sínum á þessum breytingum, og mun óska eftir fundi með nýjum rekstraraðilum hið fyrsta um stöðu og framtíð

þráðlausa dreifikerfisins.

30) Skólamálastefna Sambands íslenskra sveitarfélaga, erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dagsett 4. mars s.l. Skólamálastefna lögð fram.

31) Aðalfundur Menningarráðs Vesturlands 2008, fundarboð ásamt ársreikningi sem verður lagður fram á fundi. Sveitarstjórn leggur til að formaður menningarmálanefndar sæki fundinn fh. Hvalfjarðarsveitar.

32) Ályktanir frá aðalfundi Félags leikskólakennara sem haldinn var 13. og 14. mars s.l. Lagt fram og vísað til fræðslu- og skólanefndar.

33) Umhverfi og heilsa barna í norrænum leikskólum, erindi frá

Umhverfisstofnun sent 26. febrúar s.l. Gögn lögð fram á fundi. Vísað til

umhverfis- og náttúruverndarnefndar og fræðslu- og skólanefndar.

34) 4 tillögur til þingsályktunar frá Alþingi til umsagnar sendar 4. og 13. mars s.l., áður sendar viðkomandi nefndum til umsagnar. Lagt fram.

Aðrar fundargerðir

35) 49. fundur Faxaflóahafna sf. sem haldinn var 10.mars 2008.

36) 27. fundur stjórnar Dvalarheimilisins Höfða haldinn 1. febrúar 2008.

37) 47. og 48. Stjórnarfundur í Sorpurðun Vesturlands báðir haldnir 7. mars 2008. Lagt fram.

38) 11. fundur Sorpurðunar Vesturlands haldinn 7. mars 2008. Lagt fram.

39) 21. fundur samgöngunefndar SSV haldinn 7. mars 2008. Lagt fram.

40) 751. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga haldinn 22. febrúar 2008. (send með tölvupósti).

 

Önnur mál, ef einhver eru

41) Erindi frá Ástu Marý Stefánsdóttur, dags. 1. apríl og varðar styrk til fimm nemenda úr FVA til framhaldsskólamóts í hestaíþróttum. Samþykkt að veita styrk að upphæð 15.000 krónur. Stefán tók ekki þátt í atkvæðagreiðslunni.

42) Umræður um skólamál. Dóra Líndal vakti athygli á ráðningarmálum,

starfskjörum, aðbúnaði og fleiri þáttum í Heiðarskóla. Þessi atriði verða

rædd frekar á samráðsfundi oddvita, formanni fræðslu- og skólanefndar og

skólastjórnendum.

43) Bréf til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar, dags. 31. mars sl., frá Ívari

Gestssyni og Bylgju Hafþórsdóttur. Erindinu vísað til félagsmálanefndar.

44) Erindi frá Gísla S Einarssyni bæjarstjóra á Akranesi, dags. 31. mars sl. og varðar kaup á slökkvibíl. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að

ganga til samstarfs um kaup á slökkvibíl við Akraneskaupstað á grundvelli

4. gr. samstarfssamnings um brunavarnir og eldvarnareftirlit dags. 20.

desember 2007.

 

Fleira gerðist ekki. Fundargerð upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 21.15.

 

Hallfreður Vilhjálmsson, oddviti

Hlynur M. Sigurbjörnsson, varaoddviti

Arnheiður Hjörleifsdóttir

Dóra Líndal Hjartardóttir

Magnús I. Hannesson

Sigurður Sverrir Jónsson

Stefán G. Ármannsson

Efni síðunnar