Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

90. fundur 03. febrúar 2010 kl. 15:00 - 17:00

Björgvin Helgason, Jón Haukur Hauksson, Sigurgeir Þórðarson, Benóný Halldórsson, Bjarni Jónsson,

 

Fundargerð ritaði: Jón Haukur Hauksson , ritari nefndarinnar

 

Auk þeirra Skúli Lýðsson skipulags- og byggingarfulltrúi

 

1. 1001059 - Austurás 1, umsókn um breytingu á aðaluppdráttum

Umsókn Auðar Þorvaldsdóttur um heimild til þess að breyta áður samþykktum uppdráttum, eins og fram kemur á meðfylgjandi uppdráttum Magnúsar H. Ólafssonar arkitekts.

Stærð húss 15,0 m2 -- 34,7 m3

Gjöld kr.: 9.260,-

 

Erindið er í samræmi við gildandi deiliskipulag og er samþykkt.

 

2. 1001036 - Bjarkarás 5, umsókn um byggingarleyfi

Umsókn Jónu Kristjánsdóttur um heimild til þess að reisa íbúðarhús og bílgeymslu á lóðinni, eins og fram kemur á meðfylgjandi uppdráttum Þorleifs Björnssonar byggingarfræðings.

Stærðir:

hús 172,7 m2 - 595,6 m3

bílg 45,0 m2 - 142,7 m3

Gjöld:

Byggingarleyfisgjald kr.: 71.255,-

Úttektargjöld 10 ak. kr.: 85.000,-

Lokaúttektargjald kr.: 47.500,-

Mæligjöld 2 úts. kr.: 88.000,-

____________________________________

Gjöld heild kr.:291.755,-

 

Erindið er í samræmi við gildandi deiliskipulag og er samþykkt.

 

3. 1001062 - Sjávartröð 7, umsókn um að breyta notkun sumarhúss í geymslu.

Umsókn Trausta Jónssonar um heimild til þess að breyta notkun eldra sumahúss á lóðinni í geymslu, þegar nýja húsið verður tekið í notkun.

Gjöld kr. 8.500,-

 

Erindið er í samræmi við gildandi deiliskipulag og er samþykkt.

 

4. 1001058 - Stallar, umsókn um byggingarleyfi

Umsókn Winifred Croft um heimild til þess að reisa sumarhús og bílgeymslu á lóðinni, eins og fram kemur á meðfylgjandi uppdráttum Hauks Ásgeirssonar arkitekts.

Stærðir:

hús 122,1 m2 - 485,9 m3

bílg 35,7 m2 - 104,1 m3

Gjöld:

Byggingarleyfisgjald kr.: 58.650,-

Úttektargjöld 10 ak. kr.: 85.000,-

Lokaúttektargjald kr.: 47.500,-

Mæligjöld 2 úts. kr.: 88.000,-

____________________________________

Gjöld heild kr.:279.150,-

 

Nefndin leggur til við sveitarstjórn að leitað verði eftir heimild Skipulagsstofnunar um að málsmeðferð samkv. 3. tl. 62. gr skipulags- og byggingarlaga nr.73/1997.

 

5. 1001037 - Stóri Lambhagi 3, niðurrif mhl. 07

Umsókn Sigurðar Björnssonar um heimild til þess að rífa geymsluhús á  lóðinn matshluti 07

 

Erindið er samþykkt.

 

6. 1001038 - Ölver 18, byggingarleyfi fyrir geymsluhús.

Umsókn Viðars Guðbjörnssonar fh. Skúla Fjeldsted um heimild til þess að reisa geymsluhúsnæði á lóðinni, eins og fram kemur á meðfylgjandi uppdráttum Viðars.

Stærðir:

hús 13,2 m2 - 39,6 m3

Gjöld:

Byggingarleyfisgjald kr.: 11.868,-

Úttektargjöld 5 ak. kr.: 42.500,-

Lokaúttektargjald kr.: 47.500,-

____________________________________

Gjöld heild kr.:101.868,-

 

Erindið er í samræmi við gildandi deiliskipulag og er samþykkt.

 

7. 1001063 - Endurnýjun hluta hitaveitulagnar við áningarstað Vegagerðarinnar við Seleyri.

Umsókn Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar um framkvæmdaleyfi fyrir breyttri legu lagnar á 250 m kafla við áningastað Vegagerðarinnar við Seleyri.

Gjöld:

Móttökugjald kr: 8.500,-

Lágmarksgjald kr: 14.900,-

Alls kr. 22.400,-

 

Erindið er í samræmi við gildandi aðalskipulag og nefndin leggur til við sveitarstjórn að það verði samþykkt.

 

8. 1001065 - Hólabrú náma framkvæmdaleyfi.

Áður frestaðri umsókn Hallgríms Rögnvaldssonar og Sigurrósar Sigurjónsdóttur um framkvæmdaleyfi fyrir áframhaldandi rekstri í námu við Hólabrú í samræmi við matsskýrslu frá júní 2009.

Gjöld:

Móttökugjald kr: 8.500,-

Lágmarksgjald kr: 14.900,-

Úttektagjald 20 aðk.kr:170.000,-

Lokaúttektagjald kr: 47.500,-

Alls kr. 240.900,-

 

Erindið er í samræmi við gildandi aðalskipulag og nefndin leggur til við sveitarstjórn að það verði samþykkt.

 

9. 1001053 - Litli Sandur, umsókn um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku.

Umsókn Sementverkssmiðjunnar hf. um framkvæmdaleyfi fyrir áframhaldandi rekstri í námu 2. Vinnsla og frágangur verði í samræmi við meðfylgjandi gögn umsækjanda.

Vinnanlegt magn sem er eftir er um 5.000m3

Gjöld:

Móttökugjald kr: 8.500,-

Lágmarksgjald kr: 14.900,-

Úttektagjald 5 aðk. kr: 42.500,-

Lokaúttektagjald kr: 47.500,-

Alls kr. 113.400,-

 

Erindið er í samræmi við gildandi aðalskipulag og nefndin leggur til við sveitarstjórn að það verði samþykkt.

 

10. 1001004 - Álit samkeppniseftirlitsins nr. 3/2009 og 4/2009.

Erindi sveitarstjórnar dags. 13. janúar varðandi álit samkeppnisnefndar.

 

Lagt fram.

 

11. 0910011 - Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar

1. Erindi Marteins Mássonar hrl. varðandi vatnsverdunarsvæði í landi Dragháls.

2. Erindi Kristófers Þorgrímssonar varðandi breytta landnotkun Kúludalárland 4a, 4b, 4c, 4d, 4e.

3. Afrit af bréfi Skipulagsstofnunar dags. 27. janúar 2010 til Umhverfisráðuneytisins, þar sem stofnunin lýsir því yfir að hún hafi farið yfir framlögð gögn og telji hvorki form- né efnisgalla á aðalskipualginu og mælir með staðfestingu þess. Einnig óskar stofnunin eftir því að gögnunum verði skilað inn á tölvutæku formi.

 

1. Afgreiðslu er frestað.

2. Afgreiðslu er frestað.

3. Lagt fram.

 

12. 1001064 - Hafnarás breytt deiliskipulag.

Erindi Skipulagsstofnunar dags. 3. desember varðandi deiliskipulag Hafnarás, þar sem ekki er talið fullnægjandi að grenndarkynna breytinguna samkvæmt 2. mgr. 26. gr. laganna.

 

Nefndin leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði auglýst samkvæmt 1.  mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

 

 

Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 16:35

 

Efni síðunnar