Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

89. fundur 14. desember 2009 kl. 18:00 - 20:00

 Björgvin Helgason, Ása Helgadóttir, Sigurgeir Þórðarson, Jón Haukur Hauksson og Benoný Halldórsson. Auk þeirra Skúli Lýðsson skipulags- og byggingarfulltrúi.

Byggingarleyfis umsóknir

 

1. Hafnarás 7, viðbygging   (28.0000.70) Mál nr. BH090087

Umsókn Huldu Stefánsdóttur um heimild til þess að byggja við sumarhús eins og meðfylgjandi uppdrættir Halldórs Stefánssonar tækninfræðings sýna.
Stærðir húss eftri breytingu: 106,6 m2  - 352,7 m3
Stærð viðbyggingar: 43,1 m2  - 130,0 m3
Gjöld:
Byggingarleyfisgjald kr.:   19.320,-
Úttektargjöld 5 aðk.    kr.:   42.000,-
Lokaúttekt                      kr.:   47.100,-
________________________________
Alls gjöld                        kr.: 108.420,-
Samþykkt.

Önnur mál

 

2. Stóri-Lambhagi 2 133657, landsskipti   (00.0440.00) Mál nr. BH090088

Erindi Inga Tryggvasonar dags. 10. nóvember 2009 þar sem óskað er eftir samþykkt að landskiptum jarðarinnar samkvæmt meðfylgjandi skjali dags. 14. október 2009
Nefndin gerir ekki athugasemd við landskiptin.

Niðurrif

 

3. Bjarteyjarsandur 1 202560, niðurrif   (00.0110.00) Mál nr. BH090089

081074-2919 Guðmundur Sigurjónsson, Bjarteyjarsandi, 301 Akranes
250375-3369 Arnheiður Hjörleifsdóttir, Bjarteyjarsandi, 301 Akranes
Umsókn Arnheiður Hjörleifsdóttur og Guðmundar Sigurjónssonar um heimild til þess að rífa geymsluhús matshluta 020101 fastanr. 210-4065 vegna fyrirhugaðrar endurbyggingar.
Erindið er samþykkt.

Skipulagsmál

 

4. Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar, Aðalskipulag    Mál nr. BH060064

630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes

Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar (greinargerð, umhverfisskýrsla og uppdrættir) hefur verið auglýst samkvæmt skipulags- og byggingarlögum nr.73/1997.

Eftirtaldar athugasemdir bárust:

Nefndin leggur til að skipulagið verði samþykkt með eftirfarandi athugasemdum: 

1. Vilborg Kristófersdóttir, bréf dags. 9. desember, 2009
Athugasemd er gerð við reiðleið milli Grunnafjarðar og Hringvegar (nr. 1) um Lækjarnes í landi Lækjar, rökstudd með umhverfissjónarmiðum og farið fram á að reiðleið um austanvert Lækjarnes verði felld úr aðalskipulagstillögunni.

Lagt er til að fallist verði á rök bréfritara, farið að ósk hennar og viðkomandi reiðleið felld út.

2. Kristján Loftsson, f.h. Hvals h.f., bréf dags. 08.12.2009.
Óskað er eftir rökstuðningi Sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar vegna breytingar á reit merktum A9, úr iðnaðarsvæði í athafnasvæði. Einnig er óskað eftir að fá upplýst hvort þessi breyting muni hafa takmarkanir í för með sér hvað varðar nýtingu svæðisins. Ef svo er mótmælir bréfritari þessari breytingu f.h. Hvals h.f. á reit merktum A9.

 

Lagt er til eftirfarandi svar:

o Stefnumörkun aðalskipulagsáætlunar um iðnaðarsvæði er meðfylgjandi:
- Áhersla er lögð á að uppbygging iðnaðar verði fyrst og fremst við Grundartanga ef þess er kostur.
Ennfremur er eitt af meginmarkmiðum aðalskipulagsáætlunarinnar (bls. 5):
- verkefni Staðardagsskrár 21 og stefnumörkun aðalskipulagsins verði samþætt í framkvæmdaáætlun sveitarfélagsins

o Með Ríó-yfirlýsingunni í kjölfar heimsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um umhverfi og þróun árið 1992, sem Ísland er aðili að, voru staðfestar nokkrar grundvallarreglur er varða samskipti manns og umhverfis er stuðla eigi að sjálfbærri þróun. Sjálfbær þróun er sú þróun samfélags sem tekur mið af vistfræðilegum, hagrænum, menningarlegum og félagslegum þörfum núlifandi og komandi kynslóða. Staðardagskrá 21 (Local Agenda 21) er áætlun sem öllum sveitarstjórnum heimsins er ætlað að gera í samræmi við ályktunina.

o Stefnumörkun Staðardagskrár 21 í Hvalfjarðarsveit, sem samþykkt var af sveitarstjórn í apríl 2008, í skipulags- og byggingarmálum er m.a.:
- Stefnt er að því að minnka hlutfallslegt vægi stóriðju í Hvalfjarðarsveit.
- Stefnt er að því að land í Hvalfjarðarsveit sé ávallt nýtt á sjálfbæran hátt.
Eins og fram kemur í umhverfisskýrslu aðalskipulagsáætlunar er tilgangur umhverfismats vegna aðalskipulags "að stuðla að sjálfbærri þróun og draga úr neikvæðum áhrifum áætlunarinnar á umhverfið og stuðla að því að tekið sé tillit til umhverfissjónarmiða við tillögugerðina. Um aðalskipulagsáætlanir gilda lög um umhverfismat áætlana (lög nr. 105/2006), í þeim segir í 1. gr.: "Markmið laga þessara er að stuðla að sjálfbærri þróun og draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum og jafnframt að stuðla að því að við áætlanagerð sé tekið tillit til umhverfissjónarmiða. Það skal gert með umhverfismati tiltekinna skipulags- og framkvæmdaáætlana stjórnvalda sem líklegt er að hafi í för með sér veruleg áhrif á umhverfið." (Landlínur, tillaga að aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020).

o Samkvæmt skipulagsreglugerð (rg. nr. 400/1998) skal á iðnaðarsvæðum "fyrst og fremst gera ráð fyrir umfangsmikilli iðnaðarstarfsemi eða starfsemi sem er talin geta haft mengun í för með sér, s.s. verksmiðjum, virkjunum, tengivirkjum, veitustöðvum, skólpdælu- og hreinsistöðvum, birgðastöðvum fyrir olíur og móttökustöðvum fyrir úrgang." Samkvæmt sömu reglugerð skal á athafnasvæðum "fyrst og fremst gera ráð fyrir atvinnustarfsemi þar sem lítil hætta er á mengun, s.s. léttum iðnaði, vörugeymslum, hreinlegum verkstæðum og umboðs- og heildverslunum. Almennt skal ekki gera ráð fyrir íbúðum á athafnasvæðum. Þó er unnt að gera ráð fyrir íbúðum tengdum starfsemi fyrirtækja, s.s. fyrir húsverði."

o Það er því í ljósi meginmarkmiða aðalskipulagsáætlunar, stefnumörkunar áætlunarinnar um iðnaðarsvæði og stefnumörkunar Staðardagskrár 21 í Hvalfjarðarsveit sem hlutfall iðnaðarsvæða er minnkað inni í Hvalfirði í aðalskipulagsáætlun. Ekki er vilji til frekari uppbyggingar á iðnaðarstarfsemi á svæðinu sem gæti mögulega mengað og verið á skjön við ofangreint. Hins vegar er álitið að miðað við þá landnotkun sem nú er á svæði Hvals sem hefur verið skilgreint sem athafnasvæði sé ekki um takmarkanir að ræða á núverandi nýtingu þess eða starfsemi sem geti hamlað uppbyggingu þess.

 

3. Einar Örn Thorlacius, bréf dags. 8. desember 2009
3.1. Athugasemd gerð við það að ekki er stefnumörkun um almenningssamgöngur í sveitarfélaginu.

Lagt er til að tekið verði tillit til athugasemdarinnar með stefnumörkuninni: "Fagleg úttekt verði gerð á hagkvæmni almenningssamgangna í sveitarfélaginu" og það verði rökstutt með texta í almennri umfjöllun sem vísar m.a. í landfræðilega legu sveitarfélagsins. Þó verði minnt á það að þegar hafi verið gerð tilraun til að halda uppi almenningssamgöngum í sveitarfélaginu, með samningi við Strætó árið 2008, sem hafi ekki skilað jákvæðum niðurstöðum fyrir sveitarfélagið, sérstaklega vegna lítillar nýtingar á ferðunum.  

3.2. Athugasemdir gerðar við nöfn á þremur stöðum í Hvalfjarðarsveit.

Lagt er til að ekki verði tekið tillit til athugasemdarinnar þar sem það er ekki markmið aðalskipulags að taka á slíkum málum.

4. Leið ehf., bréf dags. 8. desember 2009.
Rökstudd athugasemd gerð við það að ekki er gert ráð fyrir vegarlagningu yfir Grunnafjörð. Rökstuðningi sem fram kemur í greinargerð aðalskipulagsáætlunar við því að ekki er gert ráð fyrir veglínu yfir fjörðinn er mótmælt.

 

Lagt er til að ekki verði tekið tillit til athugasemdarinnar, með sömu rökum og áður, þ.e.a.s: "Sveitarstjórn hefur ekki tekið afstöðu til greinargerðar Vegagerðarinnar um þverun Grunnafjarðar og ákveðið var að hreyfa ekki við hugmyndinni í aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020, m.a. til að valda ekki töfum á samþykkt áætlunarinnar. Órökrétt þykir einnig að koma aftur fram með tillöguna í því efnahagsástandi sem nú ríkir á Íslandi, sem vekur ekki vonir um að af framkvæmdinni yrði á skipulagstímabilinu. Mat sveitarstjórnar er að hagkvæmast sé að endurbæta Hringveg (1) á núverandi stað." (Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2008-2020, bls. 24).

5. Faxaflóahafnir, bréf og uppdráttur með skýringum, dags. 3. desember 2009.

5.1. Athugasemd gerð við það að svæðið kringum bæjarstæði Katanesbæjar er skilgreint sem landbúnaðarsvæði og ósk borin fram um að umrætt svæði verði skilgreint sem athafnasvæði.

 

Lagt er til að tekið verði tillit til athugasemdarinnar og svæðið skilgreint sem athafnasvæði þar sem það er eðlileg skilgreining á landnotkun þess.

5.2. Ósk borin fram um að náttúruverndarsvæði sem skilgreint er á ströndinni á Katanesi verði minnkað. Hún er rökstudd með því að svæðið sé skilgreint sem athafnasvæði hafnar. Lögð er fram tillaga að því að mörk svæðisins verði við Selahleina, rétt vestan við Kalmansárvík.

Lagt er til að tekið verði tillit til óskarinnar í samráði við Umhverfisstofnun og að fenginni umsögn hennar.

5.3. Ósk borin fram um að Opið svæði til sérstakra nota með tilvísun O12 verði stækkað til vesturs, með tillögu að vesturmörkum þess sem landamerki Klafastaða.

 

Lagt er til að tekið verði tillit til athugasemdarinnar þar sem álitið er jákvætt fyrir iðnaðar- og athafnasvæði Grundartanga að hlutfall Opinna svæða til sérstakra nota aukist.  Hafa ber í huga að forðast ber að skerða votlendi, sbr. stefnumörkun í greinargerð (bls. 49) og stefnumörkun Umhverfisráðuneytis "Forðast verði eins og kostur er að skerða frekar votlendi, birkiskóga og önnur lykilvistkerfi Íslands." (Umhverfisráðuneytið, 2002).

5.4. Ósk borin fram um að Opið svæði til sérstakra nota með tilvísun O12 verði stækkað til austurs, með nánari tillögu að norður og austurmörkum þess sem Eystra Miðfell og Kalmansá.

 

Lagt er til að tekið verði tillit til athugasemdarinnar þar sem álitið er jákvætt fyrir iðnaðar- og athafnasvæði Grundartanga að hlutfall Opinna svæða til sérstakra nota aukist. Hafa ber í huga að forðast ber að skerða votlendi, sbr. stefnumörkun í greinargerð (bls. 49) og stefnumörkun Umhverfisráðuneytis "Forðast verði eins og kostur er að skerða frekar votlendi, birkiskóga og önnur lykilvistkerfi Íslands." (Umhverfisráðuneytið, 2002).

5.5. Ósk borin fram um að gerð verði breyting á landamörkum milli Klafastaðalands og Galtalækjar með því að hlykkur sem settur er á landamörk rétt ofan sjávarbakkanna verði réttur og komi bein lína í staðinn.


Lagt er til að ekki verði tekið tillit til athugasemdarinnar þar sem ekki eru til staðar önnur gögn við gerð aðalskipulagsáætlunarinnar en jarðamarkagrunnur sá sem til er í gagnagrunni Landmælinga Íslands og það er ekki í markmiðum aðalskipulagsins að taka á og uppfæra mögulegar skekkjur á landamörkum. Vísað er í fyrirvara á bls. 4 í greinargerð: "Jarðamörk og sveitarfélagamörk sem sýnd eru til skýringar á sveitarfélagsuppdrætti, eru birt með fyrirvara um nákvæmni. Þau eru að mestu leyti unnin eftir munnlegum heimildum og eru ekki eins nákvæm og landamerkjabréf eða þinglýst jarðamörk." 

 

5.6. Ósk borin fram um að breyting á tengingu Grundartangavegar við þjóðveg nr. 1 verði sýnd á sveitarfélagsuppdrætti.

Lagt er til að tekið verði tillit til óskarinnar og veglínan merkt sem Fyrirhugaður tengivegur.

 

6. Kristinn Zimsen, f.h. eigenda Stóra-Botns, bréf dags. 1. desember 2009.

6.1.-6.2. Tiltekinn er texti í greinargerð, formála bls. 2 og skilgreiningu aðalskipulags bls. 3, en ekki lögð fram athugasemd.

 

6.3. Krafa er sett fram um að landamörkum á milli Stóra-Botns og Kjósarhrepps verði breytt í samræmi við landamerkjabréf fyrir Stóra Botn, sem sagt er yngra en Skorhagabréfið sem bréfritari álítur að sé notað í gagnagrunni Rala (gagnagrunnurinn sem notaður er í aðalskipulagsáætlun Hvalfjarðarstrandarhrepps 2002-2014). Krafan er rökstudd með undirrituðu bréfi frá Landlínum til eigenda Stóra-Botns, dags. 21. maí 2004, þar sem segir m.a.: "Tekið er til greina ábending um landamerkjalýsingu Stóra-Botns."

Lagt er til að ekki verði tekið tillit til athugasemdarinnar þar sem ekki eru til staðar önnur gögn við gerð aðalskipulagsáætlunarinnar en jarðamarkagrunnur sá sem til er í gagnagrunni Landmælinga Íslands og það er ekki í markmiðum aðalskipulagsins að taka á og uppfæra mögulegar skekkjur á landamörkum. Vísað er í fyrirvara á bls. 4 í greinargerð: "Jarðamörk og sveitarfélagamörk sem sýnd eru til skýringar á sveitarfélagsuppdrætti, eru birt með fyrirvara um nákvæmni. Þau eru að mestu leyti unnin eftir munnlegum heimildum og eru ekki eins nákvæm og landamerkjabréf eða þinglýst jarðamörk."

 

6.4. Athugasemd gerð við markmið sem sett eru fram um það að verkefni Staðardagskrár 21 og stefnumörkun aðalskipulagsins verði samþætt í framkvæmdaáætlun sveitarfélagsins. Vísað er í atriði sem fram koma í Staðardagskránni sem bréfritari segist áður hafa mótmælt skriflega í tengslum við skipulagsmál Hvalfjarðarstrandarhrepps.

Lagt er til að ekki verði tekið tillit til athugasemdarinnar, þar sem það er stefna aðalskipulagsáætlunar að vera í samhljómi við Staðardagskrá 21.

 

6.5. Athugasemd er gerð við orðalag í kaflanum skipulagsforsendur, umhverfi og náttúra, bls. 6 og 7; "Inn af Botnsvogi er hinn kjarri vaxni Botnsdalur...." og "Nokkur svæði eru kjarri vaxin, má þar nefna Botnsdalinn, ..."

Lagt er til að tekið verði tillit til athugasemdarinnar og setningarnar hljóði svo: "Inn af Botnsvogi er hinn skógi og kjarri vaxni Botnsdalur...." og "Nokkur svæði eru skógi og/eða kjarri vaxin, má þar nefna Botnsdalinn, ...

 

6.6. Stefnumörkun um takmarkanir á plöntutegundum sem leyfilegt er að planta í náttúrulega birkiskóga er mótmælt, þ.e.a.s. því að aðalskipulagsáætlun heimilar aðeins gróðursetningu trjáplantna og plantna sem tilheyra íslensku flórunni í náttúrulega birkiskóga.

Lagt er til að ekki verði tekið tillit til athugasemdarinnar. Í skýrslu nefndar á vegum Umhverfisráðuneytisins, Vernd og endurheimt íslenskra birkiskóga - Skýrsla og tillögur nefndar, gefinni út af ráðuneytinu í mars 2007 - kemur fram að Skógrækt ríkisins, Skógræktarfélag Íslands og Landshlutabundin skógræktarverkefni hafa mótað stefnu um að ekki verði framar gróðursettar innfluttar trjátegundir í náttúrulega birkiskóga. Þó ekki hafi verið einhugur í nefndinni við útgáfu skýrslunnar um að bæta inn ákvæði um sérstaka vernd birkiskóga í 37. grein laga um náttúruvernd (lög nr. 44/1999) sem landslagsgerð sem beri að vernda stendur í sömu lögum, 39. gr.; Ekki skal að óþörfu eyða eða spilla gróðri með mosa-, lyng- eða hrísrifi eða á annan hátt. Erlendar plöntutegundir eru álitnar raska náttúrulegum, íslenskum birkiskógum sem vistkerfi og landslagsgerð.

Að auki er minnt á að hverfisvernd er sett á birkiskóga og kjarr í skipulagsáætlun í samræmi við stefnu um náttúruvernd í sveitarfélaginu. Er vísað í texta í kafla um hverfisvernd, bls 49: " ... Í samræmi við samninginn um líffræðilega fjölbreytniþarf að taka sérstakt tillit til náttúruverndarsvæða og tryggja að þar sem verið er að endurheimta upprunaleg vistkerfi sé það aðeins gert með innlendum tegundum t.d. birki og víðitegundum. Í reglugerð um innflutning, ræktun og dreifingu útlendra plöntutegunda (rg. nr. 583/2000, 10. gr.) segir: "Öll ræktun útlendra tegunda hér á landi er óheimil á friðlýstum svæðum, á landslagsgerðum er njóta sérstakrar verndar og alls staðar ofan 500 metra hæðar yfir sjó. Umhverfisstofnun getur veitt undanþágu frá þessu ákvæði að fenginni umsögn sérfræðinganefndarinnar." Lögð er sérstök áhersla á að vistkerfi og ásýnd náttúrulegra birkiskóga innan sveitarfélagsins verði fyrir sem minnstri röskun. Það er í samræmi við stefnumörkun stjórnvalda í vernd lífríkis Íslands sem kemur fram í ritinu Velferð til framtíðar, sjálfbær þróun í íslensku samfélagi, stefnumörkun til 2020, en þar segir að: "Forðast verði eins og kostur er að skerða frekar votlendi, birkiskóga og önnur lykilvistkerfi Íslands." (Umhverfisráðuneytið, 2002)."

 

7. Landlínur, bréf dags. 1. desember 2009.
Ósk borin fram f.h. landeiganda Efra Skarðs í Hvalfjarðarsveit, Jóns Þórarinssonar, að frístundabyggð í landi Efra Skarðs að stærð 19,2 ha verði tekin úr aðalskipulagsáætlun og færð aftur í landbúnaðarnot.

Lagt er til að tekið verði tillit til óskarinnar þar sem álitið er jákvætt að hlutfall landbúnaðarsvæða aukist og frístundabyggðasvæða minnki.

 

8. Kristinn Aðalbjörnsson, bréf dags. 25.11.2009.

8.1. Athugasemd er gerð við afmörkun þynningarsvæðis í aðalskipulagsáætlun.

Lagt er til að ekki verði tekið tillit til athugasemdarinnar þar sem hafðar eru til hliðsjónar eftirfarandi þrjár skýrslur við gerð aðalskipulagsáætlunarinnar:

- Hönnun (2002). Stækkun Norðuráls á Grundartanga - Framleiðsluaukning í allt að 300.000 tonn á ári - Mat á umhverfisáhrifum (skýrsla). Skilmannahreppur: Norðurál.

- Hönnun (2003). Iðnaðarsvæðið á Grundartanga og umhverfi þess - Niðurstöður umhverfisvöktunar. Skilmannahreppur: Norðurál.

- Skipulagsstofnun (2002). Stækkun Norðuráls á Grundartanga, framleiðsluaukning í allt að 300.000 tonn á ári - úrskurður Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum (skýrsla). Reykjavík: Skipulagsstofnun.

 

8.2. Rökstudd krafa gerð um það að leyfi verði gefið til að nota skilgreint frístundahús á jörðinni Aðalvík sem íbúðarhús.

Lagt er til að ekki verði tekið tillit til athugasemdarinnar með vísan í stefnumörkun greinargerðar fyrir iðnaðarsvæði, sem m.a. tekur mið af ofangreindum skýrslum:
- Innan þynningarsvæðis við Grundartanga er ekki heimil skipulögð íbúðarbyggð, eða ástundun hefðbundins búskapar, heynytja, akuryrkju eða beitar á túnum.
Þessu til stuðnings er einnig vísað í texta í almennri umfjöllun um iðnaðarsvæði; Þynningarsvæði vegna stóriðju við Grundartanga, bls. 42 og einnig í 23. gr. reglugerðar um hollustuhætti (rg. nr. 941/2002) sem segir að íbúðarhúsnæði megi ekki vera á þynningarsvæði starfsemi sem fellur undir fylgiskjal I með lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir (lög nr. 7/1998).

 

9. Jón Þór Guðmundsson, eigandi jarðarinnar Galtarholts, bréf dags. 22. nóvember 2009.
Bréfritari leggst gegn tillögu að göngu- og reiðleið umhverfis Eiðisvatn, þeim hluta þess sem fer í gegnum land Galtarholts. Helstu rök eru þau að með umferð gangandi og ríðandi manna skapast ónæði fyrir búsmala, auk þess sem telja má líklegt að með malarbornum slóða opnaðist á umferð fjórhjóla og mótorcrosshjóla.

Lagt er til að tekið verði tillit til athugasemdarinnar á þann hátt að leiðin verði einungis skilgreind sem gönguleið og þ.a.l. verði takmarkanir á annars konar umferð um hana.

 

10. Brynja Þorbjörnsdóttir og Þorvaldur Magnússon, eigendur jarðarinnar Kalastaða, bréf dags. 09.11.2009.
Reið- og gönguleið sem tillaga er gerð um að liggi um Kalastaði í aðalskipulagsáætlun er mótmælt, þar sem hún er talin stríða gegn áformum landeigenda um nýtingu jarðarinnar.

Lagt er til að tekið verði tillit til athugasemdarinnar.

 

11. Ágústa Þorleifsdóttir og Kristófer Þorgrímsson, landeigendur Kúludalsárlands 3, bréf dags. 29.09.2009.
Reiðvegi sem liggur í gegnum Kúludalsárland 3, fasteignanr. 186-581, er hafnað.

Lagt er til að tekið verði tillit til athugasemdarinnar.  Gert er ráð fyrir að reiðleið liggi að vestanverðu niður með Kúludalsá, inn á reiðleið meðfram þjóðvegi nr. 1 að landamerkjum við Gröf og þar inn á reiðleið í landi Grafar.

 

12. Marteinn Másson, hrl., f.h. Grétars Sveinssonar, landeiganda Dragháls, bréf dags. 13. ágúst 2008.
Athugasemdir gerðar við afmörkun vatnsverndarsvæðis að Draghálsi þar sem bréfritari segir að verulegir hagsmunir landeiganda séu af því að fá vatnsverndarkvöðinni aflétt af jörð sinni. Meðfylgjandi ósk er sett fram: "Er þess því óskað á þessu stigi málsins að afhent verði rannsóknarskýrsla Orkustofnunar, sem lá til grundvallar ákvörðun um vatnsverndarkvöðina á Draghálsi, svo og öll önnur gögn sem sú ákvörðun byggðist á við gerð aðalskipulagsins á sínum tíma, þar á meðal gögn er sýna glögga afmörkun (hnitsetningu) grann- og fjarsvæða og rök fyrir þeirri afmörkun". Vísað er í texta á bls. 43 í greinargerð aðalskipulagsáætlunar þar sem segir að vatnstaka fyrir starfsemi á Grundartanga er ekki heimil á vatnasviði Laxár nema að undangenginni rannsókn á áhrifum þess á vistkerfi árinnar.

Lagt er til að þau gögn sem notuð voru við afmörkun vatnsverndarsvæðisins verði lögð fram. Vísað er í skýrslu e. Þórólfs Hafstað, Ísor: "Hvalfjarðarsveit - Um verndarsvæði vatnsbóla", dags. 16. október 2008, þar sem kemur fram að þýðingarmikið sé fyrir sveitarfélagið að til framtíðar sé varðveittur þessi möguleiki á aukinni vatnsöflun. Hið sama gildir hvað varðar textann sem vísað er í á bls. 43. Í greinargerð Ísor er bent á að breyta megi afmörkun frístundabyggðasvæðanna. Minnt er á vilja sveitarstjórnar til að skoða nýja afmörkun frístundabyggðar sem getur samræmst hagsmunum landeiganda.

 

13. Ólafur Haukur Óskarsson, bréf dags. 29. maí 2009.
Göngu og reiðleið umhverfis Eiðisvatn við Melahverfi, í gegnum land bréfritara, er mótmælt.

Lagt er til að tekið verði tillit til athugasemdarinnar á þann hátt að leiðin verði einungis skilgreind sem gönguleið og þ.a.l. verði takmarkanir á annars konar umferð um hana.

 

14. Gestur Guðjónsson, Umhverfis- og öryggisfulltrúi, f.h. Olíudreifingar, bréf dags. 4. desember 2009.
Gestur Guðjónsson, Umhverfis- og öryggisfulltrúi, f.h. Olíudreifingar ehf, bréf dags. 17. desember 2008
Í bréfi dags. 4. desember 2009 er breytingu á landnotkun á hluta af landi félagsins úr iðnaðarsvæði yfir í athafnasvæði, nú merkt A10, mótmælt. Farið er fram á að umrætt svæði verði skilgreint sem iðnaðarsvæði, ella áskilur félagið sér rétt til skaðabóta. Þetta bréf er ítrekun á bréfi dags. 17. desember 2008, þar sem bréfritari álítur að Olíudreifingu muni ekki vera heimilt að nota þann hluta landsins fyrir þau not sem það er keypt undir, það er rekstur oliubirgðastöðvar, sem hefur verið nýting landsins í áratugi. Í fyrra bréfinu fer Oliudreifing ehf. fram á að umrædd tillaga verði ekki tekin til auglýsingar.

Lagt er til að ekki verði tekið tillit til kröfunnar, sjá neðangreint:
Stefnumörkun aðalskipulagsáætlunar um iðnaðarsvæði er meðfylgjandi:

- Áhersla er lögð á að uppbygging iðnaðar verði fyrst og fremst við Grundartanga ef þess er kostur.
Ennfremur er eitt af meginmarkmiðum aðalskipulagsáætlunarinnar (bls. 5):

- verkefni Staðardagsskrár 21 og stefnumörkun aðalskipulagsins verði samþætt í framkvæmdaáætlun sveitarfélagsins

o Með Ríó-yfirlýsingunni í kjölfar heimsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um umhverfi og þróun árið 1992, sem Ísland er aðili að, voru staðfestar nokkrar grundvallarreglur er varða samskipti manns og umhverfis er stuðla eigi að sjálfbærri þróun. Sjálfbær þróun er sú þróun samfélags sem tekur mið af vistfræðilegum, hagrænum, menningarlegum og félagslegum þörfum núlifandi og komandi kynslóða. Staðardagskrá 21 (Local Agenda 21) er áætlun sem öllum sveitarstjórnum heimsins er ætlað að gera í samræmi við ályktunina.

o Stefnumörkun Staðardagskrár 21 í Hvalfjarðarsveit, sem samþykkt var af sveitarstjórn í apríl 2008, í skipulags- og byggingarmálum er m.a.:
- Stefnt er að því að minnka hlutfallslegt vægi stóriðju í Hvalfjarðarsveit.
- Stefnt er að því að land í Hvalfjarðarsveit sé ávallt nýtt á sjálfbæran hátt.
Eins og fram kemur í umhverfisskýrslu aðalskipulagsáætlunar er tilgangur umhverfismats vegna aðalskipulags "að stuðla að sjálfbærri þróun og draga úr neikvæðum áhrifum áætlunarinnar á umhverfið og stuðla að því að tekið sé tillit til umhverfissjónarmiða við tillögugerðina. Um aðalskipulagsáætlanir gilda lög um umhverfismat áætlana (105/2006), í þeim segir í 1. gr.: "Markmið laga þessara er að stuðla að sjálfbærri þróun og draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum og jafnframt að stuðla að því að við áætlanagerð sé tekið tillit til umhverfissjónarmiða. Það skal gert með umhverfismati tiltekinna skipulags- og framkvæmdaáætlana stjórnvalda sem líklegt er að hafi í för með sér veruleg áhrif á umhverfið." (Landlínur, tillaga að aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020).

o Það er því í ljósi meginmarkmiða aðalskipulagsáætlunar, stefnumörkunar áætlunarinnar um iðnaðarsvæði og stefnumörkunar Staðardagskrár 21 í Hvalfjarðarsveit sem hlutfall iðnaðarsvæða er minnkað inni í Hvalfirði í aðalskipulagsáætlun. Ekki er vilji til frekari uppbyggingar á iðnaðarstarfsemi á svæðinu sem gæti mögulega mengað og verið á skjön við ofangreint. Hins vegar er álitið að miðað við þá landnotkun sem nú er á svæði Olíudreifingar ehf. sem hefur verið skilgreint sem athafnasvæði sé ekki um takmarkanir að ræða á núverandi nýtingu þess eða starfsemi sem geti hamlað uppbyggingu þess.

 

15. Kristinn Jens Sigurþórsson, ábúanda að Saurbæ, bréf dags. 8. apríl 2009.

Hjördís Stefánsdóttir, f.h. Kristins Jens Sigurþórssonar, bréf dags. 8. júní 2009.

 

15.1. Krafa sett fram um að Saurbæjarhlíð í landi Saurbæjar verði áfram skipulögð sem frístundabyggð eins og í gildandi aðalskipulagi, en í tillögu að aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar hefur svæðið verið fært undir Opið svæði til sérstakra nota.

Lagt er til að ekki verði tekið tillit til athugasemdarinnar, þar sem ekki þykir þörf á því að halda því hlutfalli frístundabyggðasvæða sem er skilgreint í gildandi aðalskipulagi Hvalfjarðarstrandarhrepps. Auk þess er það stefna sveitarfélagsins (bls. 34) að:
- að verndun merkra og mikilvægra staða og svæða sé höfð í fyrirrúmi.
Saurbær er sögustaður og á jörðinni er merkilegt og dýrmætt menningarlandslag sem þykir vert að varðveita. Það er álitið samrýmast frekar stefnumörkun sveitarfélagsins um umhverfisvernd að það sé skilgreint sem opið svæði til sérstakra nota. Einnig ber að minnast á að svæðið er að miklu leyti vaxið birki, sem sett er undir hverfisvernd í aðalskipulagsáætlun. Sjá texta greinargerðar, bls. 49: "Lögð er sérstök áhersla á að vistkerfi og ásýnd náttúrulegra birkiskóga innan sveitarfélagsins verði fyrir sem minnstri röskun. Það er í samræmi við stefnumörkun stjórnvalda í vernd lífríkis Íslands sem kemur fram í ritinu Velferð til framtíðar, sjálfbær þróun í íslensku samfélagi, stefnumörkun til 2020, en þar segir að: "Forðast verði eins og kostur er að skerða frekar votlendi, birkiskóga og önnur lykilvistkerfi Íslands." (Umhverfisráðuneytið, 2002)."

 

15.2.-15.3. Því mótmælt að reiðstígar og göngustígar verði lagðir um það land Saurbæjar sem liggja innan girðingar.

Lagt er til að tekið verði tillit til athugasemdanna, enda þykir það samræmast ofangreindum rökum.
Í bréfi dagsettu 8. júní 2009, undirrituðu af Hjördísi Stefánsdóttur, f.h. Kristins Jens Sigurþórssonar er óskað rökstuðnings fyrir a) því að skilgreiningu á landsvæði undir frístundabyggð sé breytt, b) gönguleið og reiðstíg innan lands Saurbæjar, c) reiðstíg hátt upp í Saurbæjarhlíðinni.
Vísað er í ofangreind svör.

 

16. Steinar Matthías Sigurðsson og Ragnheiður Guðmundsdóttir, landeigendur Hrafnabjarga, bréf, ljósmynd og útprent á hluta sveitarfélagsuppdráttar, dags. 09.12.2009.

16a) Ósk sett fram um að náma að flatarmáli 1,99 ha. og með áætlaða efnistöku 25.000 m3, sem teiknuð er inn á útprentaðan uppdrátt verði skilgreind í aðalskipulagsáætlun.

 

Lagt er til að tekið verði tillit til athugasemdarinnar, enda þykir sýnt að ekki verða veruleg neikvæð umhverfisáhrif af framkvæmdinni. Verði stefnumörkun og takmörkunum aðalskipulagsáætlunar um efnistöku og frágang efnisnáma framfylgt í hvívetna.

16b) Óskað eftir því að skilgreind verði náma niður við sjó, við Hrafnseyri, með áætlaða efnistöku 15.000 m2.

 

Lagt er til að tekið verði tillit til óskarinnar, þar sem framkvæmdin er ekki matsskyld samkvæmt lögum, enda verði stefnumörkun og takmörkunum aðalskipulagsáætlunar um efnistöku og frágang efnisnáma framfylgt í hvívetna.

16c) Óskað eftir því að reiðvegur sem skilgreindur er í aðalskipulagsáætlun innan lands Hrafnabjarga verði felldur út.

 

Lagt er til að tekið verði tillit til óskarinnar.

16d) Ósk um að skilgreind verði frístundabyggð innan lands Hrafnabjarga, neðan þjóðvegar. Með fylgir loftmynd af svæðinu með skýringu.

 

Lagt er til að tekið verði tillit til óskarinnar í samráði við sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar.

17. Kristján Jóhannesson, Bjarkarási 1, bréf dags. 23. apríl 2009.
Krafa gerð um að þjóðvegur nr. 1 verði færður yfir í Grunnafjörð.

 

Lagt er til að ekki verði tekið tillit til athugasemdarinnar, með sömu rökum og áður, þ.e.a.s: "Sveitarstjórn hefur ekki tekið afstöðu til greinargerðar Vegagerðarinnar um þverun Grunnafjarðarog ákveðið var að hreyfa ekki við hugmyndinni í aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020, m.a. til að valda ekki töfum á samþykkt áætlunarinnar. Órökrétt þykir einnig að koma aftur fram með tillöguna í því efnahagsástandi sem nú ríkir á Íslandi, sem vekur ekki vonir um að af framkvæmdinni yrði á skipulagstímabilinu. Mat sveitarstjórnar er að hagkvæmast sé að endurbæta Hringveg (1) á núverandi stað." (Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2008-2020, bls 24).

18. Frá skipulags- og byggingarnefnd Hvalfjarðarsveitar, dags. 9.12.2009.

 

18.1. Bent á að fella þarf út reiðleiðir í landi Eystri Leirárgarða, vísað er í fundargerð 78. fundar skipulags- og byggingarnefndar, árið 2009, þriðjudaginn 21. apríl, lið 13. aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar, þar sem kemur fram í bókun: "Nefndin samþykkir: ... 2. Reiðleiðir í landi Eystri Leirárgarða verði felldar út úr tillögu."

Lagt er til að tekið verði tillit til athugasemdarinnar.

 

18.2. Bent á að inn á þemauppdrátt göngu- og reiðleiða vanti gamla þjóðleið um Leirárdal.

Lagt er til að tekið verði tillit til athugasemdarinnar.

 

18.3. Bent á að fella þurfi út efnisnámu í landi Galtavíkur sem hefur verið sett inn í aðalskipulagsáætlun.

Lagt er til að tekið verði tillit til athugasemdarinnar.

 

18.4. Athuga þarf reiðleið frá Hlíð að Eystra-Miðfelli.

Lagt er til að reiðleiðin verði í heild sinni felld út úr aðalskipulagsáætlun.

 

18.5. Bent á að reiðleið meðfram Berjadalsá sé röngu megin við ána.

Lagt er til að tekið verði tillit til athugasemdarinnar og lega reiðleiðarinnar leiðrétt þar sem um mistök er að ræða.

 

18.6. Gott ræktanlegt land verði tekið út af sveitarfélagsuppdrætti.

Það verður gert, þar sem aldrei var ætlunin að hafa gott ræktanlegt land, sem aðeins er grófflokkað í aðalskipulagsáætlun, inni á sveitarfélagsuppdrætti.

 

19. Ólafur Þorsteinsson og Sigríður Helgadóttir, bréf dags. 3. desember 2009.
Krafa er um að göngu- og reiðleiðir í landi Óss, annars staðar en meðfram þjóðvegi, verði felldar út úr aðalskipulagsáætlun. Krafan er rökstudd í fimm liðum.

Lagt er til að tekið verði tillit til athugasemdarinnar og göngu- og reiðleið í landi Óss, annars staðar en meðfram þjóðvegi, verði felld úr aðalskipulagsáætlun.

 

20. Ólöf Húnfjörð Samúelsdóttir, f.h. hestamannafélagsins Dreyra, bréf og útprent af hluta sveitarfélagsuppdráttar, dags. 07.12.2009.
Tillaga sett fram að færslu á suðvesturhluta reiðleiðar sem liggur umhverfis Akrafjall.

Nefndin leggur til að umrædd reiðleið verði felld úr aðalskipulagsáætluninni og því þykir ekki þörf á þessari breytingu.

 

21. Diljá Petra Finnbogadóttir, landeigandi Hafnar, bréf dags. 17.11.2009.
Athugasemd gerð við tillögu að göngu- og reiðleiðum aðalskipulagsáætlunar og mælt gegn göngu- og reiðleið sem er afmörkuð í landi Hafnar skammt ofan við fjöruna.

Lagt er til að tekið verði tillit til athugasemdarinnar þannig að reiðleið verði felld út skammt ofan við fjöruna, en sú leið merkt sem gönguleið eins og í gildandi skipulagi.

 

22. Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, f.h. Skorradalshrepps, bréf dags. 26. október 2009.

22.I. Ábending um að örnefnið "Hlaðhamrar" sé á röngum stað á sveitarfélagsuppdrætti.

 

Lagt er til að örnefnið verði fjarlægt.

22.II. Ábending um að við stefnumörkunina: " - Gerðir verði áningastaðir með upplýsingaskilti við upphaf og enda helstu göngu- og reiðleiða, sem og við áhugaverða staði í sveitarfélaginu" í kafla um samgöngur, verði bætt við: "í samráði við sveitarfélög þar sem það á við".

 

Lagt er til að tekið verði tillit til ábendingarinnar.

22.III. Ábending um að í kafla um veitur og frístundabyggðasvæði verði bætt við umfjöllun um möguleg geislunaráhrif fjarskiptasenda, í ljósi nýlegra frétta þar um.

 

Lagt er til að ekki verði tekið verði tillit til ábendingarinnar.

22.IV. Ábending um að gera orðalag um skógrækt skýrari þar sem fjallað er um markmið Skógræktar ríkisins vs lög um landshlutabundin skógræktarverkefni.

 

Lagt er til að ekki verði tekið tillit til ábendingarinnar, þar sem hér er um mismunandi skilning á sama málinu að ræða.

22.V. Ábending um að setja braggahverfið á Miðsandi undir hverfisvernd.

 

Lagt er til að ekki verði tekið tillit til ábendingarinnar.

22.VI. Ábending um að stærð óbyggðra svæða meðfram ám og vötnum er ekki skilgreind og að ekki er minnst á bátaskýli í stefnumörkun kafla um vötn og ár og óbyggð svæði.

 

Lagt er til að ekki verði tekið tillit til ábendingarinnar og vísað er í stefnumörkun sveitarfélagsins í viðeigandi köflum (óbyggð svæði, vötn, ár og sjór, frístundabyggðasvæði).

 

5. Deiliskipulag stóriðnaðarsvæðis við Grundartanga, breyting    Mál nr. BH090075

630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes
Erindi Vignis Albertssonar fh. Faxaflóahafna, um heimild til þess að auglýsa tillögu að breytingu á Stóriðnaðarsvæði við Grundartanga samanber meðfylgjandi uppdráttur og greinargerð Teiknistofu Arkitekta Gylfa Guðjóssonar og félaga ehf.
Meðfylgjandi:
Umhverfisskýrsla, umhverfismat áætlana dags. 3. september 2009.
Erindi Brunamálastofnunar dags. 17. ágúst 2009.
Erindi Vinnueftirlits ríkisins dags. 20. ágúst 2009.
deiliskipulagstillagan hefur verið auglýst samkvæmt 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Engar athugasemdir bárust.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagið verði auglýst.

 


Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 20:00

 

Efni síðunnar