Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

79. fundur 06. maí 2009 kl. 16:00 - 18:00

 Jón Haukur Hauksson, Sigurgeir Þórðarson, Ása Helgadóttir, Björgvin Helgason og Benoný Halldórsson.  Auk þeirra Skúli Lýðsson skipulags- og byggingarfulltrúi

Stöðuleyfi

1. Galtarvík 133628, stöðuleyfi    Mál nr. BH090033

080353-3919 Hörður Jónsson, Galtarvík, 301 Akranes
Umsókn Harðar um heimild til þess að koma fyrir aðfluttu sumarhúsi til geymslu við aðkeyrslu samanber meðfylgjandi riss.
gjöld kr.: 8.000,-
Stöðuleyfi er veitt til eins árs.

2. Skálatangi 133711, Stöðuleyfi   (00.0480.00) Mál nr. BH090032

040181-5399 Sigurveig Gunnlaugsdóttir, Skagabraut 33, 300 Akranes
Umsókn Sigurveigar um heimild til þess að koma fyrir tveimur geymslugámum á svæði við hlöðu samkvæmt  meðfylgjandi rissi.
gjöld kr.: 8.000,-
Stöðuleyfi veitt fyrir tveimur gámum til eins árs.

Byggingarleyfis umsóknir

3. Litli-Sandur olíustöð, birgðageymar   (38.0000.60) Mál nr. BH090031

660695-2069 Olíudreifing ehf, Pósthólf 4230, 124 Reykjavík
Umsókn Gunnars Kr. Sigmundssonar fh. Olíudreifingar ehf. um heimild til þess að byggja þrjá olíugeyma á þróarsvæðum stöðvarinnar, hækka þróargarða á vestara geymasvæði í sömu hæð og aðra veggi eða í kóda 63,0 og gera skógræktarsvæði á hluta lóðarinnar.
Stærðir geyma:
Geymir 20:  15.013,0 m3
Geymir 21:    8.200,0 m3
Geymir 22:    8.200,0 m3
Gjöld kr.:
Ekki liggur fyrir umsögn og samþykki þeirra aðila sem taldir eru upp í 117. gr. byggingarreglugerðar nr. 441/1997, eða Brunamálastofnun, Hollustuvernd ríkisins, Vinnueftirlit ríkisins og Siglingastofnun.  Nefndin tekur erindið til efnislegrar afgreiðslu þegar þessar umsagnir liggja fyrir. Afgreiðslu frestað.



4. Tangavegur 1, nýtt iðnaðarhúsnæði   (00.0301.07) Mál nr. BH090019

471194-3289 Héðinn hf, Gjáhellu 4, 221 Hafnafjörður
Umsókn Helga Más fh. Héðins hf. um heimild til þess að reisa iðnaðarhúsnæði samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Helga Más Halldórssonar kt. 301258-7049 arkitekts.
Meðfylgjandi jákvæð umsögn Heilbrigðiseftirlits dags. 30. apríl 2009
Stærð húss:  583,1 m2  -  4.422,9 m3
Gjöld kr.:
Byggingarleyfisgjald  kr:  361.840,-
Úttektargjald 15 aðk.  kr:  120.000,-
Lokaúttekta gjald         kr:    89.800,-
Mælingagjald               kr:    83.400,-
_________________________________
Heildargjöld                kr:   655.040,-
Erindið samþykkt.

Önnur mál

5. Kúludalsárland 7 133702, auglýsingaskilti   (00.0380.70) Mál nr. BH070155

630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes
590602-3610 Atlantsolía ehf, Lónsbraut 2, 220 Hafnarfjörður
Erindi Huga Hreiðarssonar fh. Atlantsolíu dags. 13 mars 2009 varðandi skilti með áminningu til ökumanna í samvinnu við Umferðastofu og FÍB.
Fyrir liggur jákvæð umsögn frá lögreglu dags. 30. mars 2009
Fyrir liggur jákvæð umsögn frá Vegagerðinni dags. 6. maí 2009.
Borist hefur neikvæð umsögn Umhverfis- og náttúrverndarnefndar dags. 21. apríl 2009
Nefndin leggur til að leyfi verði veitt fyrir umræddu skilti Atlantsolíu til eins árs. Jafnframt felur nefndin skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna drög að reglum um skilti í sveitarfélaginu.

6. Skarð, lögbýlisréttur   (00.0180.10) Mál nr. BH090035

260760-2389 Jón Þórarinsson, Efra-Skarði, 301 Akranes
080377-4289 Birna María Antonsdóttir, Efra-Skarði, 301 Akranes
Umsókn Jóns og Birnu um að á jörðinni verði samþykktur lögbýlisréttur.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt.

 
Skipulagsmál

7. Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar, Aðalskipulag    Mál nr. BH060064

630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes
1.  Erindi frá sveitarstjóra varðandi athugsemdir frá Kristófer Péturssyni og Ólafíu Guðrúnu Björnsdóttur við það að landbúnaðarlandi sé breytt í íbúðabyggð.
2.  Erindi frá Hjördísi Stefánsdóttur dags. 5. maí 2009 varðandi bréf Kristins Jens Sigurþórssonar þar sem óskað er eftir rökstuðningi skipulags- og byggingarnefndar.
Bréfriturum er þakkaður sá áhugi sem drögum að aðalskipulagstillögu er sýndur með innsendum erindum. Stefnt er að því að gefa út lagfærða greinargerð, uppdrætti og umhverfisskýrslu og það verður aðgengilegt inni á heimasíðu Landlína (www.landlinur.is) og eru viðkomandi hvattir til þess að kynna sér það efni þar. Erindunum er vísað til lokavinnslu aðalskipulags.

8. Eystra-Miðfell 133167, skipting lands   (00.0220.00) Mál nr. BH090034

240745-2409 Þorvaldur Valgarðsson, Eystra-Miðfelli 1, 301 Akranes
Umsókn Jóns og Þorvaldar Valgarðssona um heimild til þess að skipta út úr landi Eystra Miðfells tveimur skikum, annars vegar vegna íbúðarhúss að stærð 582,0 m2 og hinsvegar landi vegna sumarhúss að stærð 2.277,9 m2
Gjöld kr.: 8.000,-
Erindið samþykkt.

 


Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:00

Efni síðunnar