Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

13. fundur 06. desember 2006 kl. 16:00 - 18:00

Sigurgeir Þórðarson, Ása Helgadóttir, Magnús Ingi Hannesson, Jón Haukur Hauksson og Björgvin Helgason auk þeirra sátu fundinn Skúli Lýðsson skipulags- og byggingarfulltrúi og Helgi Helgason heilbrigðisfulltrúi.
Þetta gerðist:

Byggingarleyfisumsókn
1.
Herdísarholt 207331, nýtt einbýlis- og þjónustuhús í landi Vallarness
(00.0480.02)
Mál nr. BH060104
291154-3959 Gunnar Hlöðver Tyrfingsson, Höfn, 301 Akranes
Umsókn Gunnars um heimild til þess að reisa einbýlishús ásamt þjónustuhúsi fyrir fatlaða samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Páls Björgvinssonar kt. 050953-3439 arkitekts.
Stærðir íbúðar: 158,0 m2 - 686,0 m3
stærð þjónustuhúss: 28,3 m2 - 114,5 m3
Gjöld kr.:
Byggingarleyfisgjald: 45.628,-
Úttektagjald 10 útt.: 57.000,-
Lokaúttekt: 31.800,-
Mæligjald: 29.500,-
---------------------------------------------
Heild kr.: 163.928,-
Erindið er í samræmi við deiliskiplag. Umsóknin er samþykkt hvað einbýlishúsið varðar með þeirri athugasemd að sýna þarf staðsetningu rotþróar á afstöðumynd. Vegna þjónustuhúss er talin þörf á að gera grein fyrir vatnsöflun.
2.
Hurðarbak 133186, rif útihúsa
(00.0400.00)
Mál nr. BH060113
471103-2330 Matfugl ehf, Völuteigi 2, 270 Mosfellsbær
Umsókn Friðbjarnar M. Guðjónssonar fh. Matfugls ehf. um heimild til þess að rífa fjós og braggageymslu (matshluti 11-0101, 13-0101 og 15-0101) vegna ástands húsa.
Gjöld kr.: 5.700,-
Samþykkt.
3.
Hvítanes 2 133633, rif alifuglahúss
(00.0260.00)
Mál nr. BH060112
090953-5679 Marinó Þór Tryggvason, Hvítanesi, 301 Akranes
Umsókn Marinós um heimild til þess að rífa alifuglahús. matshluti 11-0101
Gjöld kr.: 5.700,-
Samþykkt.
1
4.
Melar 133788, Haugtankur
(00.0420.00)
Mál nr. BH060118
600667-0179 Stjörnugrís hf, Vallá, 116
070845-2619 Geir Gunnar Geirsson, Vallá, 116
Umsókn Geirs Gunnars Geirssonar kt. 070845-2619 fh. Stjörnugrís hf. um heimild til þess að reisa haugtank fyrir svínaskít frá svínabúi.
Stærð tanks.: 1.039,0 m2 - 6.234,0 m3
Gjöld kr.:
Byggingarleyfisgjald kr.: 47.260,-
Úttektagjald 5 úttektir kr.: 28.500,-
Mælingagjald kr.: 29.500,-
--------------------------------------------------
Alls gjöld kr.: 105.260,-
Erindið er í samræmi við deiliskipulag. Samþykkt.
Önnur mál
5.
Gjaldskrá, gatnagerðargjald
Mál nr. BH060111
630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrameli 3, 301 Akranes
Erindi sveitarstjórnar dags. 28. nóvember 2006, varðandi gjaldskrá fyrir gatnagerðargjald í Hvalfjarðarsveit.
Sveitarstjórn óskar umsagnar nefndarinnar um fyrirliggjandi drög að gjaldskrá. Fjórir fulltrúar í nefndinni leggja til að drögin verði samþykkt eins og þau liggja fyrir. Einn fulltrúi telur að leggja eigi gatnagerðargjald á hús í dreifbýli, þó ekki væri jafnhátt og á íbúðarsvæðum. Gerð er athugasemd í gr. 2.9.
6.
Hafnarland Mótel Venus 174559, umsögn um áfengisleyfi
(00.0285.00)
Mál nr. BH060119
630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrameli 3, 301 Akranes
Erindi Sveitarstjóra Einars Arnar Thorlaciusar varðandi umsögn um veitingu leyfis til áfengisveitinga.
Húsnæði er talin uppfylla skilyrði. Mælt er með að erindið verði samþykkt.
7.
Skipulags- og byggingarfulltrúi, Starf
Mál nr. BH060116
630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrameli 3, 301 Akranes
Erindi sveitarstjórnar dags. 4. desember 2006 varðandi erindi oddvita Skorradalshrepps um að skipulags- og byggingarfulltrúi þjóni einnig Skorradalshreppi.
Farið er yfir verktíma og verkefni skipulags- og byggingarfulltrúa þann tíma sem hann hefur verið við störf. Farið er yfir nokkur fyrirsjáanleg verkefni, m.a. á iðnaðarsvæðinu við Grundartanga. Með hliðsjón af núverandi stöðu og fyrirsjáanlegri þróun á næstunni telur nefndin að svo stöddu óráðlegt að dreifa kröftum skipulags- og byggingarfulltrúa út fyrir sveitarfélagið. Nefndin telur hugsanlegt að skoða megi erindi sem þetta um mitt næsta á þar sem þá verði komin meiri reynsla á umfang starfsins.
2
8.
Sólheimar 5, lögheimili
(28.7150.50)
Mál nr. BH060117
071062-4659 Bjarni Brynjar Þórisson, Jóruseli 6, 109 Reykjavík
630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrameli 3, 301 Akranes
Bjarni Brynjar Þórisson óskar er eftir að flytja lögheimili í sumarhús að Sólheimum 5.
Nefndin hefur yfirfarið fyrirliggjandi teikningar og telur húsið ekki uppfylla kröfur byggingarreglugerðar um íbúðarhús. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að erindinu verði hafnað. Auk þess bendir nefndin á að húsið er á svæði sem skipulagt er sem frístundasvæði og ekki þarf að búast við sömu þjónustu af hálfu sveitarfélagsins og á svæðum sem skipulögð eru fyrir íbúðarbyggð.
Viðurkenning Meistara
9.
Staðbundin viðurkenning meistara, málarameistari
Mál nr. BH060115
250953-4459 Hjalti K Kristófersson, Vallarbraut 5, 300 Akranes
Umsókn Hjalta um staðbundna viðurkenningu sem málarameistari í lögsagnarumdæmi Hvalfjarðarsveitar.
Meðfylgjandi bréf Umhverfisráðuneytisins dags.
Umsækjandi er talinn uppfylla skilyrði. Samþykkt.
10.
Staðbundin viðurkenning meistara, málarameistari
Mál nr. BH060114
060259-5779 Lárus Jóhann Guðjónsson, Smáraflöt 16, 300 Akranes
Umsókn Lárusar Jóhanns um staðbundna viðurkenningu sem málarameistari í lögsagnarumdæmi Hvalfjarðarsveitar.
Meðfylgjandi bréf Umhverfisráðuneytisins dags.
Umsækjandi er talinn uppfylla skilyrði. Samþykkt.
Skipulagsmál
11.
Melahverfi 01, nýtt deiliskipulag
(21.9000.00)
Mál nr. BH060084
Erindi sveitarstjórnar dags. 5. október 2006 varðandi tillögu Guðlaugar Ernu Jónsdóttur arkitekts hjá Landlínum að nýju deiliskipulagi í Melahverfi.
Guðlaug Erna arkitekt hjá Landlínum kemur á fundinn.
Ennfremur er erindi frá Verk- Vík varðandi byggingu fjölbýlishúsa á svæðinu.
Umræður um landnotkun og þróun hverfisins. Nefndin fer fram á heimild sveitarstjórnar til að láta vinna rammaskipulag að öllu svæði sveitarfélagsins í Melahverfi með tilliti til aðkomu að hverfinu og til að auðvelda deiliskipulag í framhaldinu.
12.
Narfastaðir 133790, deiliskipulag
(00.0460.00)
Mál nr. BH060109
021148-3699 Steini Þorvaldsson, Heiðarhjalla 19, 200 Kópavogur
Tillaga Gísla Gíslasonar landslagsarkitekts hjá Landmótun fh. landeigenda, að deiliskipulagi frístundahúsabyggðar í landi Narfastaða lögð fram.
Tillagan gerir ráð fyrir 47 lóðum frá 0,4 upp 0,8 hektara að stærð.
Erindinu er frestað til frekari vinnslu.
3
13.
Ós 2 133648, Fyrirspurn, geymsla/hesthús
(00.0385.00)
Mál nr. BH060078
070855-4459 Hrafnhildur Waage, Ósi 2, 301 Akranes
210949-7719 Lárus Einarsson, Ósi 2, 301 Akranes
Tillaga Bjarna O. V. Þóroddssonar tæknifræðings hjá Hönnun fh. Hrafnhildar og Lárusar, að deiliskipulagi lóðar Ós II lögð fram.
Tillagan gerir ráð fyrir að byggja megi útihús, sem væri innréttað sem hesthús og geymsla allt að 200,0 m2 að stærð.
Nefndin leggur fyrir skipulags- og byggingarfulltrúa að ganga eftir vilja annarra landeigenda á svæði merktu B2 um deiliskipulag á öllu svæðinu.
Önnur mál
14.
Skipulagsmál, rotþrær
Mál nr. BH060120
630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrameli 3, 301 Akranes
Umræður um frárennslismál í frístundahverfum.
Nefndin leggur til að sú almenna stefna verði mörkuð að í frístundahverfum þjóni rotþrær fleiri en einum bústað. Heilbrigðisfulltrúi tekur undir þessi sjónarmið.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:00
 

Efni síðunnar